Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

8. nóvember 2024

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Sunnudaginn 3. nóvember sótti hress hópur nemenda úr 3-B, Verslunarskóla Íslands, messu í Grensáskirkju, ásamt kennara sínum, Ármanni Halldórssyni.

Tilefnið var að kynna sér starf kirkjunnar í tengslum við námsefni um trúmál í heimspeki.

Að messu lokinni átti hópurinn spjall við Þorvald Víðisson og Bryndísi Böðvarsdóttur presta í Fossvogsprestakalli, þar sem ýmis atriði úr messuformi og trúariðkun voru rædd.

Farið var yfir hvernig sálmar og ritningartextar í messum tengjast árstíma, þátttöku safnaðarmeðlima í messuhaldi, tónleikahald í kirkjum og margt fleira.

Að sögn Þorvaldar voru nemendurnir áhugasamir og var samtalið fróðlegt og skemmtilegt.

Á vef Verslunarskólans segir meðal annars:

„Hópurinn kvaddi kirkjuna með gott vegarnesti til íhugunar og heimspekilegrar úrvinnslu.“

slg


  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins
Hrönn Guðjónsdóttir

Mikilvægt að nudda ungbörnin

19. nóv. 2024
...fræðslumorgunn á foreldramorgni