Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóvember 2024

Samverustund syrgjenda á aðventunni

Árleg samverustund syrgjenda fer fram þann 28. nóvember næstkomandi kl 20:00 í Háteigskirkju.

Ingólfur Hartvigsson sjúkrahúsprestur stýrir samverustundinni og verður þar sem fyrr í góðum félagsskap. Arna Dögg Einarsdóttir, yfirlæknir líknarlækninga, flytur ljóð og Ragnheiður Gröndal flytur tónlist. Þá mun Kordía, kór Háteigskirkju, flytja tónlist sína undir orgelleik Erlu Rutar Káradóttur. 

Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahúsprestur flytur viðstöddum hugvekju. Boðið verður upp á léttar veitingar að samverustund lokinni.

Samverustundin hefur verið haldin árlega í að nálgast þrjá áratugi og er markmiðið með henni að bjóða syrgjendum upp á nærandi stund, hlusta á fallega tónlist og uppörvandi texta. 

Sem fyrr eru öll velkomin á samverustundina. 

  • Þjóðkirkjan

  • Sálgæsla

IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.