Mikilvægt að nudda ungbörnin

19. nóvember 2024

Mikilvægt að nudda ungbörnin

Hrönn Guðjónsdóttir

Hrönn Guðjónsdóttir heilsunuddari og nálastungufræðingur verður gestur á foreldramorgni í Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 10.00.

Hún mun kenna nokkrar nuddstrokur og fræðir um af hverju það er gott að nudda ungbörn.

Þátttakendur fá afnot af nuddolíu í kennslunni og námsgögn sem þátttakendur fá að gjöf.

Hrönn verður einnig með nuddolíur til sölu á góðu verði.

Þátttakendur þurfa að koma með þykkt, mjúkt handklæði eða annað til þess að hafa undir barninu meðan á dagskránni stendur.

Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu.

Ragnheiður Bjarnadóttir tónlistarkennari hefur umsjón með foreldramorgnunum í Bústaðakirkju.

Nánari upplýsingar um ungbarnanudd má finna hér.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Námskeið

  • Safnaðarstarf

  • Barnastarf

Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins
Biskup og prófastur ásamt kirkjukór í Hrunakirkju

„Við erum kirkja í sóknarhug, það er bjart framundan!"

18. nóv. 2024
...segir hinn nýi prófastur Suðurlandspróafastsdæmis