Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóvember 2024

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 25. nóvember kl. 12:00 og snæða saman.

Vinir Hjálparstarfsins hittast mánaðarlega yfir hádegisverði, alltaf síðasta mánudag hvers mánaðar.

Öll þau sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.

Næst komandi mánudag munu viðstaddir fræðast um jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar, en starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar mun kynna það mikilvæga starf.

Tilkynna þarf þátttöku í hádegisverðinn á netfangið help@help.is eða í síma 528 4400 fyrir klukkan 14:00 fimmtudaginn 21. nóvember.

Verð fyrir máltíðina er 3.500 krónur og mun afraksturinn renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Í desember ár hvert aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar fólk sem býr við kröpp kjör sérstaklega svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar.

Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta fyrir matvöru sem verða gefin út eigi síðar en 20. desember.

Foreldrum sem búa við kröpp kjör býðst auk þess jólagjafir fyrir börnin.

Tekið er á móti umsóknum frá barnafjölskyldum í Reykjavík á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, neðri hæð, dagana 28. nóvember og 29. nóvember frá klukkan 10.00 til 15:00 og eru umsækjendur beðnir um að mæta með persónuskilríki og gögn sem sýna tekjur og útgjöld síðasta mánaðar.

Opnað verður fyrir umsóknir um jólaaðstoð á netinu 21. nóvember næstkomandi.

Lokað verður fyrir netumsóknir þann 10. desember.

Opnað verður að nýju fyrir almennar umsóknir um neyðaraðstoð á netinu 8. janúar.

Prestar og djáknar í dreifbýli hafa milligöngu um aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar við einstaklinga jafnt sem barnafjölskyldur en á svæðum þar sem aðrar hjálparstofnanir starfa einskorðar Hjálparstarfið aðstoðina við efnalitlar barnafjölskyldur.

Gott samstarf er um jólaaðstoð víðs vegar um landið milli Hjálparstarfs kirkjunnar annars vegar og Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefnda og Rauða krossins hins vegar.


slg


  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söfnun

  • Þjóðkirkjan

  • Fræðsla

Kristján Björnsson vígslubiskup

Vígslubiskup prédikar í Eyjamessu

22. jan. 2025
...í Bústaðakirkju
Framtíðar kirkjuleiðtogar

Leiklistarkennarinn lærði mikið af krökkunum

21. jan. 2025
...á Janúarnámskeiði ÆSKR
Seljakirkja í Breiðholti

Laust starf prests

21. jan. 2025
...við Seljaprestakall