Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóvember 2024

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Um síðustu helgi var hin árlega hátíð eldri fermingarbarna haldin í Hafnarfjarðarkirkju.

Allt frá árinu 1990 hefur sú hefð haldist óslitið að bjóða 50, 60 og 70 ára fermingarárgöngum kirkjunnar í messu og hádegisverð á eftir.

Í ár bættist við heiðursgestur, Hólmfríður Jóhannesdóttir, sem átti 80 ára fermingarafmæli síðastliðið vor, .

Hátíðin hófst með þátttöku fermingarafmælisbarnanna í messu þar sem þau tóku þátt í söng og lestrum.

Magnús Gunnarsson, formaður sóknarnefndar Hafnarfjarðarkirkju og 60 ára fermingarafmælisbarn flutti hugvekju þar sem hann rifjaði upp minningar úr barnæsku, fjallaði um mikilvægi trúar á uppvaxtarárum og hvað margt hefði breyst á síðustu áratugum í samfélagi okkar.

Helga Birna Gunnarsdóttir og Egill Friðleifsson, 70 ára fermingarafmælisbörn lásu ritningarlestra.

Jónína Ólafsdóttir sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkju þjónaði fyrir altari og Kári Þormar lék á orgel og stýrði Barbörukórnum sem söng.

Eftir messuna var farið yfir í safnaðarheimilið Hásali þar sem snæddur var léttur hádegisverður og rifjaðar upp skemmtilegar sögur.

Glatt var á hjalla enda margt um að spjalla.

Í lok messunnar gafst svo kostur á myndatökum með hverjum hóp fyrir sig.

Að sögn Jónínu er tilgangurinn með slíkum samverustundum fyrst og fremst sá að fólk komi saman í tilefni þessara tímamóta í lífi þess, minnist fermingarinnar og styrki tengslin við kirkjuna sína.

Myndirnar af hópunum má sjá hér fyrir neðan.

Mynd 1: 50 ára fermingarafmælisbörn.

Mynd 2: 60 ára fermingarafmælisbörn.

Mynd 3: 70 ára fermingarafmælisbörn.

Mynd 4: Heiðursgesturinn Hólmfríður Jóhannesdóttir sem átti 80 ára fermingarafmæli.

Með henni á myndinni er Kári Þormar organisti Hafnarfjarðarkirkju.

Mynd 5: Magnús Gunnarsson formaður sóknarnefndar Hafnarfjarðarkirkju.

Mynd 6: Helga Birna Gunnarsdóttir og Egill Friðleifsson.

 

slg



Myndir með frétt

  • Ferming

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Sóknarnefndir

  • Þjóðkirkjan

  • Eldri borgarar

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði