Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóvember 2024

Sr. Hildur Björk ráðin

Hildur Björk Hörpudóttir

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu við Glerárkirkju á Akureyri.

Valnefnd hefur valið sr. Hildi Björk Hörpudóttur til starfans og hefur biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir staðfest ráðningu hennar.

Hildur Björk Hörpudóttir er fædd í Reykjavík árið 1980.

Hún lauk mag. theol. prófi frá Háskóla Íslands árið 2015 og lauk MA gráðu í praktískri guðfræði frá sama skóla árið 2017.

Hún lauk námi árið 2019 frá Clifford College í „Familiy Ministry.“

Hildur Björk er með kennsluréttindi og meistarapróf í mannauðsstjórnun og er einnig með próf í sáttamiðlun og áfallafræðum.

Auk þess hefur hún réttindi sem alþjóðlegur jógakennari.

Hildur Björk hefur marghátta starfsreynslu á sviði félags, kirkju og mannúðarmála.

Hún hefur meðal annars verið formaður Jafnréttisnefndar þjóðkirkjunnar, átt sæti í stjórn Félags prestvígðra kvenna, setið í stjórn Skálholtsútgáfunnar og verið aðalmaður í stjórn Verndar, félags um fangahjálp.

Hildur Björk var vígð hinn 7. febrúar árið 2016 til þjónustu í Reykhólaprestakalli og var þar sóknarprestur frá 2016-2019.

Hún starfaði sem sviðsstjóri fræðslusviðs Biskupsstofu þar til hún tók við starfi sem sóknarprestur í Reykholtsprestakalli í Borgarfirði í apríl árið 2021.

Þar starfaði hún fram á mitt þetta ár.

Hildur Björk á fimm börn.

 

Prestakallið

Glerárprestakall er í sveitarfélaginu Akureyrarkaupstað.

Í prestakallinu er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn.

Sóknin er á samstarfssvæði með Akureyrarsókn, sem myndar Akureyrarprestakall.

Í Glerárprestakalli eru tvær kirkjur, Glerárkirkja og Lögmannshlíðarkirkja.

Skrifstofuaðstaða sóknarprests og prests er í Glerárkirkju.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði