Gamalli hefð haldið við

2. desember 2024

Gamalli hefð haldið við

Prestur og biskup Íslands

Fullveldisdagurinn var í gær 1. desember.

Þá höldum við Íslendingar upp á að þann dag árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki.

Áratuga hefð er fyrir því að guðfræðistúdentar haldi sérstaka messu í kapellu Háskólans á þessum degi.

Þeirri messu er jafnan útvarpað, lengi vel í beinni útsendingu, en nú er hún tekin upp og útvarpað síðar.

Að þessu sinni verður henni útvarpað sunnudaginn 8. desember kl. 11:00.

Kapella Háskóla Íslands eða Háskólakapellan eins og hún er kölluð í daglegu tali var vígð 16. júní árið 1940 og var á árum áður gjarnan notuð fyrir kirkjulegar athafnir eins og brúðkaup, enda voru ekki margar kirkjur í borginni í þá daga.

Í gær kl. 14.00 var að venju haldin hátíðarmessa í kapellu Háskóla Íslands.

Það voru nemendur í litrúrgískri söngfræði og messugjörð sem sáu um undirbúning messunar ásamt Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Nemendur námskeiðsins sáu um að semja prédikun og kirkjubænir og völdu sálma.

Meðhjálpari var Helga Björg Gunnarsdóttir.

Dr. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands og dr. Arnfríður Guðmundsdóttir deildarforseti Guðfræði og trúarbragðafræðideildar Háskólans lásu ritningarlestra.

Biskup Íslands Gudrun Karls Helgudóttir og Ása Björk Ólafsdóttir prestur í Árborgarprestakalli þjónuðu fyrir altari.

Kennarar í þessum áfanga voru dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prestur í Nesprestakalli og Guðný Einarsdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar.

Organistar voru Karl Olgeirsson og Kristján Hrannar Pálsson.

Eins og áður segir verður útvarpað frá messunni þann 8. desember kl. 11.00.


slg


Myndir með frétt

  • Guðfræði

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Trúin

  • Biskup

HAìDEGISTOìNLEIKAR copy.png - mynd

Ertu búin/n að Bach-a fyrir jólin?

03. des. 2024
...hádegistónleikar í Hallgrímskirkju
Barokkbandið Brák

Aðventuhátíðir um allt land

29. nóv. 2024
...Bach á aðventunni í Hallgrímskirkju
Flokkarnir.jpg - mynd

Mikil jákvæðni í svörum flokkana við spurningum Þjóðkirkjunnar

28. nóv. 2024
Frambjóðendur í Alþingiskosningum svöruðu spurningum Þjóðkirkjunnar. Greina má töluverða jákvæðni gagnvart kirkjunni í svörum flokkana. Svör frambjóðenda eru hér birt í heild sinni.