Laust starf organista

11. desember 2024

Laust starf organista

Orgel Grqafarvogskirkju

Sóknarnefnd Grafarvogssóknar hefur auglýst laust til umsóknar stöðu organista í 65 % starfi.

Starfsskyldur organistans eru:

• Orgelleikur og kórstjórn við helgihald í Grafarvogskirkju, Kirkjuselinu í Spöng og á hjúkrunarheimilinu Eir.

• Undirleikur á kóræfingum barnakórs Grafarvogs í Grafarvogskirkju, í helgistundum og við samsöng eldri borgara.

• Auk annara tilfallandi verkefna sem rúmast innan starfsskyldna og starfshlutfalls.

Hæfni:

• Umsækjandi þarf að minnsta kosti að hafa lokið prófi í kirkjutónlist frá Tónskóla þjóðkirkjunnar eða sambærilegu prófi í kirkjutónlist.

• Umsækjandi þarf að hafa reynslu af tónlistarflutningi við helgihald og kórstjórn.

• Umsækjandi þarf að hafa gaman af fjölbreyttu helgihaldi, vera hugmyndaríkur og hafa áhuga á að taka þátt í að byggja upp tónlistarstarf í söfnuðinum.

• Umsækjandi þarf að hafa færni í samskiptum, getu til að vinna í hóp og hæfni til að starfa sjálfstætt.

Staða organistans heyrir undir organista/tónlistarstjóra Grafarvogssóknar.

Organistinn mun sinna helgihaldi að jafnaði aðra hvora helgi.

Gert er ráð fyrir því að organisti/tónlistarstjóri og organistinn leysi hvorn annan af í fríum.

Í Grafarvogssókn er helgihald allan ársins hring í Grafarvogskirkju, yfir vetrartímann í Kirkjuseli í Spöng og reglulega á hjúkrunarheimilinu Eir.

Þrír kórar eru við kirkjuna, kirkjukór, Vox Populi og barnakór Grafarvogs í Grafarvogskirkju sem rekinn er í samstarfi við Tónskólann í Reykjavík.

Auk organista/tónlistarstjóra og organistans starfa þrír prestar, einn djákni, æskulýðsfulltrúi, kirkjuverðir og ritari í sókninni.

Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2025.

Umsóknarfrestur er til 12. desember 2024.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi FÍO og Þjóðkirkjunnar.

Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn og ferilskrá á netfangið formadur@grafarvogskirkja.is

Nánari upplýsingar veitir Anna Guðrún Sigurvinsdóttir formaður sóknarnefndar í síma 858 1002, formadur@grafarvogskirkja.is

 

slg



  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Auglýsing

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar