Syngjum jólin inn

18. desember 2024

Syngjum jólin inn

Syngjum jólin inn

Syngjum jólin inn nefnist dagskrá, sem er í Hallgrímskirkju sunnudaginn 22. desember kl. 17:00.

Á ensku nefnist þessi hefð „A Festival of Nine Lessons with Carols“ og er kórsöngur, almennur söngur og lestrar úr ritningunni.

Í þessari athöfn eru enskir jólasálmar sungnir á milli lestra úr Gamla og Nýja testamentinu sem tengjast spádómum um Jesú Krist og fæðingu hans.

Ensku jólasvöngvarnir voru fyrst haldnir í King´s College í Cambridge árið 1918.

Þessi hefð er vel þekkt á Englandi og víða á Norðurlöndunum.

Þar gefst kirkjugestum kostur á að undirbúa jólahátíðina með því að syngja marga af ástsælustu jólasálmunum auk þess að hlýða á fallegan kórsöng.

Kór Hallgrímskirkju, Graduale Nobili og Kór Langholtskirkju syngja og leiða almennan söng undir stjórn Steinars Loga Helgasonar, Agnesar Jórunnar Andrésdóttur og Magnúsar Ragnarssonar.

Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið.

Prestar safnaðanna taka þátt í tónleikunum með lestrum úr ritningunni.

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Biblían

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði