Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. desember 2024

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

Mikið var um að vera á aðventu í Egilsstaðaprestakalli, en 14 sóknir eru í prestakallinu og er þjónað af þremur prestum.

Þorgeir Arason er sóknarprestur og prestar eru Sigríður Rún Tryggvadóttir, prófastur í Austurlandsprófastsdæmi og Jarþrúður Árnadóttir, sem kemur til starfa um áramót í stað Kristínar Þórunnar Tómasdóttur sem nú er sóknarprestur í Skálholtsprestakalli.

Aðventukvöld hafa verið haldin í kirkjuseli Ássóknar í Fellum, Valþjófsstaðarkirkju, Vallaneskirkju, Egilsstaðakirkju, Bakkagerðiskirkju, Hjallastaðakirkju, Kirkjubæjarkirkju og í Seyðisfjarðarkirkju.

Að sögn Gunnfríðar Katrínar Tómasdóttur svæðisstjóra æskulýðsmála á Austurlandi var mikil tónlist í boði og kórmeðlimir undir stjórn organista sungu ljúfa jólatóna fyrir fólk.

„Ekki má gleyma nemendum tónlistaskóla sem hafa einnig tekið þátt ásamt barnakórum kirknanna“

segir Gunnfríður

„fermingarbörn hafa verið með ljósaþátt í flestum stundum og ræðumenn hafa flutt jólahugvekju og jólaljóð og fleira uppbyggilegt í aðdragandi jóla.

Í Egilsstaðakirkju var haldin aðventustund í samstarfi við félagsþjónustu Múlaþings.

Þar tóku einstaklingar með fötlun virkan þátt ásamt Guðnýju Hallgrímsdóttur presti fatlaðra sem talaði einnig á samveru um sorgina og jólin sem haldin var í kirkjuselinu í Fellbæ.

Á fyrsta sunnudegi í aðventu var haldin aðventuguðþjónusta fjölskyldunnar á Egilsstöðum þar sem barnakórinn söng og eftir stundina var jólaföndur, kakó og piparkökur fyrir unga sem aldna.

Einnig var haldið jólasálmakvöld í Áskirkju í Fellum í boði kórsins og organista.

Einnig var fluttur söngleikurinn Týndu jólasveinarnir eftir Sándor Kerekes organista Egilsstaðakirkju sem barnakórinn flutti fyrir almenning þann 20. desember ásamt barnahljómsveit.

Ein uppáhalds jólahefðin í Seyðisfjarðarkirkju er jólaball sunnudagaskólans sem var haldið í fyrsta sinn fyrir jólin í fyrra og tókst svo vel að nú er það orðin hefð“

segir Gunnfríður og bætir við:

„Stundin hófst í kirkjunni með bæn og jólasögu, svo var farið yfir í safnaðarheimilið þar sem sungið var og dansað í kringum jólatréð.

Jónas Þór Jóhannsson lék á harmonikku, Sóley Guðmundsdóttir, Broddi B. Bjarnason og Einar Rafn Haraldsson leiddu sönginn.

Rauðklæddir gestir komu með látum og hurðaskellum, en reyndust vera ósköp vænir og góðir og færðu börnunum gjafir og báðu eina ömmu að laga götótta ullarsokka.

Aðventuhátíðir voru haldnar um aðra helgi í aðventu í Vallaneskirkju.

Var hún sameiginleg fyrir Vallanessókn og Þingmúlasókn og Valþjófsstaðarsókn.

Á báðum stöðum var dýrmætt að hafa góða organista og söngstjóra og vel æfða kóra til að syngja og leiða almennan söng, þá Sándor Kerekes og Jón Ólaf Sigurðsson.

Vigfús Ingvar Ingvarsson, fyrrum sóknarprestur á Egilsdtöðum, sem leysir af til áramóta í prestsþjónustu í Egilsstaðaprestakalli, leiddi þessar hátíðir með fjölbreyttri dagskrá.

Haldin var vökunótt fyrir unglinga í prestakallinu sem hafa verið virkir í æskulýðastarfi kirkjunnar í vetur.

Tuttugu ungmenni tóku þátt og yfir nóttina farið yfir spádóma um Jesú í Gamla testamenntinu, boðun Maríu og þegar þær hittust Elísbet og María.

Jólaguðspjallinu var gerð góð skil og var hápunturinn þegar unglingarnir og leiðtogar stóðu úti við varðeld og farið var yfir fæðingu frelsarans og þegar englarnir birtust hirðunum.

Nóttin endaði með frásögninni um flóttan til Egyptlands.

Voru það þreyttir en kátir unglingar sem fóru heim þann morgunn“

segir Gunnfríður og bætir við að lokum:

„Mikið líf er í kirkjustarfi á Austurlandi og því ber að fagna.

Yfir jólahátíðina verða 16 guðþjónustur í prestakallinu.“

 

slg



Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Biblían

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju