Hallgrímskirkja úthlutar til hjálparstarfs

2. janúar 2025

Hallgrímskirkja úthlutar til hjálparstarfs

Frá úthlutuninni

Sóknarnefnd Hallgrímskirkju ákvað á jólafundi sínum að veita 6.5 milljónum króna úr Líknarsjóði kirkjunnar til Hjálparstarfs kirkjunnar, Kristniboðssambands Íslands, til Rótarinnar vegna Konukots og til Kaffistofu Samhjálpar.

Við fjölskyldumessu í Hallgrímskirkju 22. desember 2024 tóku við staðfestingu á framlagi þau Bjarni Gíslason fyrir Hjálparstarf kirkjunnar, Sigríður Schram fyrir Kristniboðssambandið, Kristín Pálsdóttir fyrir Konukot og Rótina, og Linda Magnúsdóttir fyrir Kaffistofu Samhjálpar.

Hjálparstarfið sinnir margskonar hjálpar og mannúðarstarfi í nafni Þjóðkirkjunnar bæði hér heima og erlendis.

Kristniboðssambandið boðar kristna trú meðal annars í Eþíópíu og Keníu og stundar margs konar fræðslu og uppbyggingarstarf.

Konukot starfar á næstu grösum við Hallgrímskirkju og er opinn faðmur fyrir heimilislausar konur og kynsegin fólk, á vegum samtakanna Rótarinnar.

Í Kaffistofu Samhjálpar geta allir sem eru á hrakningi gengið að mat og hlýju hvern dag.

Miðvikudagsmessuhópurinn í Hallgrímskirkju hefur starfað í meira en tvo áratugi og lengst af safnað fé til styrktar Kaffistofunni.

Meðfylgjandi myndir tók Hrefna Harðardóttir.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Sóknarnefndir

  • Þjóðkirkjan

  • Kærleiksþjónusta

logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi
Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna