Laust starf organista

2. janúar 2025

Laust starf organista

Árbæjarkirkja

Sóknarnefnd Árbæjarsóknar auglýsir lausa stöðu organista/kórstjóra við Árbæjarkirkju.

Um er að ræða starf frá 1. febrúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi.

Í Árbæjarkirkju er fjölbreytt safnaðarstarf og messað hvern helgan dag.

Við kirkjuna starfa tveir prestar, djákni, kirkjuverðir og ungt fólki í æskulýðsstarfi ásamt sóknarnefnd og sjálfboðaliðum.

Organista er falin tónlistarstjórn safnaðarins og gegnir afar mikilvægu hlutverki í kirkjustarfinu.

Barnakór hefur ekki verið starfræktur en stefnt er að því með nýjum organista/kórstjóra.

Helstu starfsskyldur organista/kórstjóra eru:

Að leiða og stýra tónlistarstarfi kirkjunnar.

Að leika undir í helgihaldi, athöfnum og kirkjulegu starfi á vegum kirkjunnar.

Að stýra og hafa umsjón með kór kirkjunnar og barnakór, æfa þá og stjórna.

Undirleikur í samsöng eldri borgara, auk annara tilfallandi verkefna.

Umsjón með hljóðfærum kirkjunnar og styðja við annað safnaðarstarf, t.d við fermingar, í samstarfi við sóknarprest, sóknarnefnd og starfsfólk kirkjunnar.

Taka þátt í undirbúningi og framkvæmd menningarviðburða safnaðarins.

Hæfniskröfur;

Kirkjutónlistarmenntun frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða öðru sambærilegu viðurkenndu námi.

Reynsla af tónlistarflutningi við helgihald er æskilegt, góð reynsla af kórstjórn, listfengi, hugmyndaauðgi, vilji og geta til að vinna í teymisvinnu.

Mikill áhugi á að byggja upp fjölbreytt og skemmtilegt tónlistar/menningarstarf í söfnuðinum.

Launakjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjarasamningi Þjóðkirkjunnar og Félags íslenskra organista FÍO.

Umsóknarfrestur er til 10. janúar nk.

Nánari upplýsingar gefur Konráð Gylfason formaður sóknarnefndar Árbæjarsóknar, s 787-2700 og á netfanginu arbaejarkirkja@arbaejarkirkja.is

Umsóknum skal skilað á vef Alfreds, www.alfred.is  eða netfang Árbæjarkirkju.


slg


  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Auglýsing

logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi
Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna