Hverfa til annarra starfa

6. janúar 2025

Hverfa til annarra starfa

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Grensáskirkja var þéttsetin í kveðjumessu Maríu Guðrúnardóttur Ágústsdóttur fráfarandi sóknarprests Fossvogsprestakalls og Daníels Ágústs Gautasonar fráfarandi æskulýðsprests, sem fram fór í gær, sunnudaginn 5. janúar 2025 kl. 11:00.

María prédikaði og þjónaði fyrir altari eftir prédikun, ásamt Daníel Ágústi.

Kirkjukór Grensáskirkju söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista.

Þorvaldur Víðisson og Bryndís Böðvarsdóttir prestar í Fossvogsprestakalli þjónuðu fyrir altari fram að prédikun, ásamt messuþjónum.

María hefur nú verið ráðin sóknarprestur í Reykholtsprestakalli í Borgarfirði og hefur þegar hafið störf.

Daníel Ágúst hefur verið ráðinn prestur við Lindakirkju í Kópavogi, í afleysingum fram á sumar.

Í lok guðsþjónustunnar þakkaði Erik Pálsson formaður sóknarnefndar Grensáskirkju þeim Maríu og Daníel Ágústi samstarfið og dýrmæt störf í prestakallinu.

Þórður Mar Sigurðsson formaður sóknarnefndar Bústaðakirkju var einnig viðstaddur og þakkaði samstarf og dýrmæta þjónustu.

Sóknarnefndin bauð til kaffisamsætis að athöfn lokinni í safnaðarheimili Grensáskirkju.


Á myndunum sem fylgja hér með eru:

Erik Pálsson, formaður sóknarnefndar Grensáskirkju, Þórður Mar Sigurðsson, formaður sóknarnefndar Bústaðakirkju, Sigurður Rúnar Ragnarsson prestur í Fossvogsprestakalli, Daníel Ágúst Gautason, Þorvaldur Víðisson, Eva Björk Valdimarsdóttir fyrrum prestur í Fossvogsprestakalli, sem nú gegnir starfi biskupsritara, María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir og Bryndís Böðvarsdóttir.

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Þjóðkirkjan

  • Kirkjustaðir

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.