Laust starf æskulýðsfulltrúa

16. janúar 2025

Laust starf æskulýðsfulltrúa

Lágafellskirkja

Lágafellssókn auglýsir eftir æskulýðsfulltrúa við sóknina.

Starfhlutfallið er 70% og verður ráðið í stöðuna eins fljótt og auðið er.

Starfið felst í að skipuleggja og hafa umsjón með barna og unglingastarfi safnaðarins, leiða sunnudagaskólann auk þess að taka þátt í starfsmannafundum og fermingarferðalögum.

Á sumrin hefur æskulýðsfulltrúinn umsjón með sumarnámskeiðum.

Æskulýðsfulltrúi leysir kirkjuvörð af við athafnir eftir samkomulagi og hefur umsjón með samfélagsmiðlum og vefsíðu.

Starfsaðstaða æskulýðsleiðtogans er góð og er frábær starfsandi í Lágafellssókn.

Lágafellssöfnuður er afar fjölmennur og eru starfsstöðvarnar tvær, Lágafellskirkja og Safnaðarheimilið Þverholti 3, Mosfellsbæ.

Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Lágafellssóknar Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (johannayr@lagafellskirkja.is/897-3706) og formaður sóknarnefndar Rafn Jónsson formadur@lagafellskirkja.is.)

Umsóknarfrestur er til 1. febrúar og skulu umsóknir berast á netfangið johannayr@lagafellskirkja.is

 

slg


  • Auglýsing

  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Starf

  • Æskulýðsmál

Altari Guðríðarkirkju

Þrjátíu ár frá snjóflóðunum í Súðavík

16. jan. 2025
...minningarstund í Guðríðarkirkju í kvöld, 16. janúar, kl 20:00
Sr. Örn og sr. Sigríður Kristín við upphaf guðsþjónustunnar

Stórskemmtileg stemmning í troðfullri Bústaðakirkju

16. jan. 2025
...Glitnisbræður í heimsókn
Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli