Stórskemmtileg stemmning í troðfullri Bústaðakirkju

16. janúar 2025

Stórskemmtileg stemmning í troðfullri Bústaðakirkju

Sr. Örn og sr. Sigríður Kristín við upphaf guðsþjónustunnar

Stórskemmtileg stemmning var í troðfullri Bústaðakirkju á fyrsta sunnudegi á nýju ári, þann 5. janúar.

Frímúrarastúkan Glitnir fagnaði 50 ára afmæli sínu með þátttöku í guðsþjónustu dagsins.

Kammerkór Bústaðakirkju fór á kostum undir stjórn Jónasar Þóris organista Bústaðakirkju.

Hjörleifur Valsson lék á fiðlu og kór Glitnisbræðra söng.

Sigríður Kristín Helgadóttir prestur í Fossvogsprestakalli þjónaði fyrir altari ásamt messuþjónum og fulltrúum frá stúkunni Glitni.

Örn Bárður Jónsson fyrrum sóknarprestur prédikaði.

Á forsíðumyndinni sem fylgir þessari frétt má sjá þau kollegana, við upphaf helgihaldsins, þar sem fór mjög vel á með þeim.


Glitnisbræður buðu síðan til stórveislu í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni og má sjá veisluborðið hér fyrir neðan.

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Heimsókn

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.