Þrjátíu ár frá snjóflóðunum í Súðavík

16. janúar 2025

Þrjátíu ár frá snjóflóðunum í Súðavík

Altari Guðríðarkirkju

Í dag, fimmtudaginn 16. janúar, eru 30 ár liðin frá hinu hræðilega snjóflóði í Súðavík sem kostaði 14 mannslíf.

Af því tilefni verður minningarstund í Guðríðarkirkju í kvöld, 16. janúar, kl 20:00 þar sem þessa atburðar verður minnst og þeirra sem létu lífið.

Einnig verður þeirra fjölmörgu björgunarsveitarmanna, viðbraðgsaðila, og allra þeirra sem að björgunar og hjálparstörfum komu, minnst og beðið fyrir þeim.

Leifur Ragnar Jónsson og María Rut Baldursdóttir, prestar Guðríðarkirkju, þjóna við athöfnina.

Karl V. Matthíasson fyrrum sóknarprestur við kirkjuna þjónar einnig.

Ómar Már Jónsson fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík flytur ávarp.

Kór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista en hún leikur einnig á orgel og píanó.

Matthías Stefánsson leikur á fiðlu.

Forseti Íslands, forsætisráðherra, innviðaráðherra, fyrrum biskup Íslands, fulltrúar Rauða Krossins og Landsbjargar verða viðstödd athöfnina.

Öll eru hjartanlega velkomin.

 

slg


  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Biskup

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.