Skrifstofa biskups Íslands verður á Norðurlandi í vikunni

22. janúar 2025

Skrifstofa biskups Íslands verður á Norðurlandi í vikunni

Í lok þessarar viku og komandi helgi verða skrifstofur Guðrúnar Karls Helgudóttir, biskups Íslands, á Norðurlandi. Með henni í för verða Eva Björk Valdimarsdóttir biskupsritari og Heimir Hannesson samskiptastjóri. 

Biskup er með opin viðtalstíma í safnaðarheimili Húsavíkurkirkju, Bjarnahúsi Garðsbraut 11 á föstudag og hægt er að bóka viðtal á biskup@kirkjan.is.

Laugardaginn 25. janúar verður opinn súpufundur í safnaðarheimili Glerárkirkju milli kl. 12 og 14. Á sunnudaginn verður biskup svo við messu í Húsavíkurkirkju kl. 11 og í Neskirkju kl. 14.

Nokkra daga á ári flytur biskup Íslands skrifstofu sína í hvern landshluta og er það liður í að efla tengsl innan kirkjunnar og stytta boðleiðir milli kirkjufólks um land allt og biskups. Fyrir áramót fluttu Guðrún og samstarfsfólk hennar skrifstofur sínar austur á Hérað og í nóvember á Hellu á Suðurlandi. 

Í samtali við kirkjan.is segist Guðrún hlakka mikið til þess að heimsækja Norðurland. „Þetta er svo skemmtilegt og hinar heimsóknirnar tókust svo vel til að það er alveg fullt tilefni til þess að líta til næstu daga með mikilli bjartsýni,“ segir Guðrún. „Hugmyndin að þessu verkefni kviknaði fyrir nokkru síðan og nú erum við búin að prófa hana tvisvar og það er engin spurning með árangurinn,“ bætir hún staðfastlega við. 

  • Frétt

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna