Vígslubiskup prédikar í Eyjamessu

22. janúar 2025

Vígslubiskup prédikar í Eyjamessu

Kristján Björnsson vígslubiskup

Eyjamessa fer fram í Bústaðakirkju sunnudaginn 26. janúar nk. kl. 13:00.

Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista.

Eyjamaðurinn Andri Eyvindsson spilar og syngur þrjú Eyjalög.

Jóhanna Hermansen og Þorsteinn Lýðsson lesa ritningarlestra.

Þorvaldur Víðisson prestur í Fossvogsprestsakalli þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum, en hann þjónaði Vestmannaeyingum um árabil.

Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti og fyrrum sóknarprestur í Vestmannaeyjum prédikar og blessar söfnuðinn í lok stundarinnar.

Að lokinni messu verður hið árlega goskaffi í boði ÁtVR, sem er Átthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík.

Þar mun Guðrún Erlingsdóttir leiða pallborðsumræður um hvernig það var að vera barn í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum.

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum tekur þátt í pallborðinu ásamt fleirum.

 

Hér fyrir neðan má sjá myndir af Írisi Róbertsdóttur, Guðrúnu Erlingsdóttur og Ástu Haraldsdóttur.



slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Vígslubiskup

  • Kirkjustaðir

Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju
Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir

Sr. Guðbjörg valin prófastur

08. apr. 2025
...í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Sr. Lilja Kristín

Sr. Lilja Kristín ráðin

07. apr. 2025
...við Íslenska söfnuðinn í Noregi