Vígslubiskup prédikar í Eyjamessu
Eyjamessa fer fram í Bústaðakirkju sunnudaginn 26. janúar nk. kl. 13:00.
Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista.
Eyjamaðurinn Andri Eyvindsson spilar og syngur þrjú Eyjalög.
Jóhanna Hermansen og Þorsteinn Lýðsson lesa ritningarlestra.
Þorvaldur Víðisson prestur í Fossvogsprestsakalli þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum, en hann þjónaði Vestmannaeyingum um árabil.
Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti og fyrrum sóknarprestur í Vestmannaeyjum prédikar og blessar söfnuðinn í lok stundarinnar.
Að lokinni messu verður hið árlega goskaffi í boði ÁtVR, sem er Átthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík.
Þar mun Guðrún Erlingsdóttir leiða pallborðsumræður um hvernig það var að vera barn í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum.
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum tekur þátt í pallborðinu ásamt fleirum.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af Írisi Róbertsdóttur, Guðrúnu Erlingsdóttur og Ástu Haraldsdóttur.
slg