Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

30. janúar 2025

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

Eyþór Franzson Wechner organisti í Blönduóskirkju flytur verk eftir Bach, Vierne og Franck á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju á hádegistónleikum á laugardaginn.

Efnisskráin er á þessa leið:

Johann Sebastian Bach (1685 – 1750) - Tokkata í F dúr BWV 540

Louis Vierne (1870 – 1937) - Cantabile úr Sinfóníu nr. 2, op. 20

César Franck (1822 – 1890) - Final, op.21

Eyþór Franzson Wechner fæddist á Akranesi.

Hann hóf orgelnám 14 ára, í fyrstu undir leiðsögn Úlriks Ólasonar en síðar hjá Birni Steinari Sólbergssyni við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands.

Við „Hochschule für Musik und Theater Leipzig” lauk Eyþór Bachelor of Arts gráðu í orgelleik árið 2012 og Master of Arts gráðu árið 2014 við sama skóla.

Helsti kennari hans í Leipzig var Stefan Engels prófessor.

Eyþór er nú starfandi organisti Blönduóskirkju og nærsveita, kennir við Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu og við Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Eyþór hefur komið fram á einleikstónleikum á Íslandi, Þýskalandi, Litháen og í Ástralíu.

 

slg



Myndir með frétt

  • List og kirkja

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju
Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir

Sr. Guðbjörg valin prófastur

08. apr. 2025
...í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Sr. Lilja Kristín

Sr. Lilja Kristín ráðin

07. apr. 2025
...við Íslenska söfnuðinn í Noregi