Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

30. janúar 2025

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

Eyþór Franzson Wechner organisti í Blönduóskirkju flytur verk eftir Bach, Vierne og Franck á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju á hádegistónleikum á laugardaginn.

Efnisskráin er á þessa leið:

Johann Sebastian Bach (1685 – 1750) - Tokkata í F dúr BWV 540

Louis Vierne (1870 – 1937) - Cantabile úr Sinfóníu nr. 2, op. 20

César Franck (1822 – 1890) - Final, op.21

Eyþór Franzson Wechner fæddist á Akranesi.

Hann hóf orgelnám 14 ára, í fyrstu undir leiðsögn Úlriks Ólasonar en síðar hjá Birni Steinari Sólbergssyni við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands.

Við „Hochschule für Musik und Theater Leipzig” lauk Eyþór Bachelor of Arts gráðu í orgelleik árið 2012 og Master of Arts gráðu árið 2014 við sama skóla.

Helsti kennari hans í Leipzig var Stefan Engels prófessor.

Eyþór er nú starfandi organisti Blönduóskirkju og nærsveita, kennir við Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu og við Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Eyþór hefur komið fram á einleikstónleikum á Íslandi, Þýskalandi, Litháen og í Ástralíu.

 

slg



Myndir með frétt

  • List og kirkja

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.