13. febrúar 2025
Níu sækja um störf í tveimur prestaköllum
![](/library/Files/logo%20-%20Copy%20(1).png?proc=NewsImage)
Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir tveimur prestum við Fossvogprestakall og einum presti við Seljaprestakall.
Sjö sóttu um Fossvogsprestakall.
Þau eru:
Sr. Dagur Fannar Magnússon
Sr. Bryndís Böðvarsdóttir
Bjarki Geirdal Guðfinnsson mag. theol.
Fjögur óska nafnleyndar.
Tvær sóttu um Seljaprestakall.
Þær eru:
Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir
Sr. Sylvía Magnúsdóttir
slg