Sr. Steinunn Anna ráðin

22. febrúar 2025

Sr. Steinunn Anna ráðin

Sr. Steinunn Anna

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti við Seljakirkju í Reykjavík.

Valnefnd hefur valið Steinunni Önnu Baldvinsdóttur æskulýðsprest við Seljakirkju til starfsins.

Steinunn Anna er fædd árið 1991 og upp alin í Seljahverfi.

Hún er dóttir hjónanna Baldvins Bjarnasonar og Kristínar Jónu Grétarsdóttur.

Steinunn Anna er einstæð tveggja barna móðir og býr með börnum sínum, Sverri Valdimar 9 ára og Selmu Kristínu 2 ára í Seljhverfi.

Hún tók stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík, en þar stundaði hún nám við félagsfræðibraut.

Að loknu stúdentsprófi lá leiðin í Guðfræði og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Árið 2015 lauk Steinunn Anna B.A. gráðu með guðfræði sem aðalgrein og tómstunda og félagsmálafræði sem aukagrein.

Samhliða náminu vann hún í eldhúsi á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, á frístundaheimilinu Vinaseli og sem æskulýðsleiðtogi í barnastarfi í Árbæjarkirkju.

Hún lauk B.A gráðu í guðfræði árið 2021 og mag. theol. gráðu í guðfræði árið 2024.

Starfsþjálfun tók Steinunn hjá dr. Maríu Guðrúnar Ágústdóttur í Fossvogsprestakalli sumarið 2023.

Hún var vígð til prestþjónustu í Seljakirku þann 20. maí árið 2024, þar sem hún sinnti hálfu starfi æskulýðsprests.

Steinunn Anna hefur frá árinu 2014 starfað í Seljakirku, fyrst sem kirkjuvörður og æskulýðsfulltrúi og síðar sem kirkjuvörður og æskulýðsprestur.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Biskup

logo.png - mynd

Laust starf

19. mar. 2025
...prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Neskirkja í Reykjavík

Laust starf

18. mar. 2025
...prests við Neskirkju í Reykjavík
Kristín Waage, Kristján Valur, Kristján Búason og Margrét Bóasdóttir

Tvöfalt afmæli á hjúkrunarheimilinu Grund

17. mar. 2025
...kapellan á Grund 70 ára