Tveir nýir prestar koma til starfa

6. mars 2025

Tveir nýir prestar koma til starfa

Laufey Brá og Sigríður Kristín

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir tveimur prestum til þjónustu við Fossvogsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Sjö umsóknir bárust.

Laufey Brá Jónsdóttir sóknarprestur í Setberegsprestakalli og Sigríður Kristín Helgadóttir fyrrum sóknarprestur í Breiðabólsstaðarprestakalli hafa verið ráðnar.

Laufey Brá Jónsdóttir er fædd á Sólvangi í Hafnarfirði þann 22. júlí árið árið 1972.

Hún er dóttir hjónanna Jóns Víðis Steindórssonar og Rannveigar Sigríðar Guðmundsdóttur.

Laufey Brá er gift Jóni Inga Hákonarsyni bæjarfulltrúa í Hafnarfirði.

Hún er stúdent frá Flensborgarskólanum.

Að loknu stúdentsprófi lá leiðin í Leiklistarskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist sem leikkona.

Laufey Brá hefur meistaragráðu í mannauðsstjórnun og er með menntun markþjálfa.

Hún er nú að klára diplómanám í sálgæslu auk guðfræðimenntunarinnar.

Starfsþjálfun tók Laufey Brá hjá Sigurði Arnarsyni sóknarpresti í Kópavogskirkju.

Laufey Brá vann í sex ár sem ráðgjafi í Kvennaathvarfinu.

Hún hefur einnig unnið sem leikstjóri og umsjónarkennari.

Laufey Brá hefur skrifað efni fyrir fræðslusvið Biskupsstofu og unnið með atvinnuleitendum í hruninu.

Hún vígðist þann 10. desember árið 2023 sem sóknarprestur í Setbergsprestakalli.

Sigríður Kristín Helgadóttir er fædd þann 19. september árið 1971 í Reykjavík.

Hún ólst upp í Hafnarfirði og dvaldi vestur á fjörðum sumarlangt sem barn og unglingur.

Hún býr í Hafnarfirði hefur starfað sem prestur í Fossvogsprestakalli í vetur.

 

Sigríður Kristín er gift Eyjólfi Einari Elíassyni matreiðslumanni sem starfar sem forstöðumaður framleiðslueldhúss á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Þau eiga fjórar dætur, sem fæddar eru 1991, 1995, 1999 og 2000.

Hún tók stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1991 og embættispróf frá Guðfræðideild Háskóla Íslands árið 2000.

Árið 2011 lauk hún námi í fjölskyldumeðferð á meistarastigi frá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Í starfsþjálfun þjóðkirkjunnar voru leiðbeinendur hennar sr. Bjarni Karlsson og sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir.

Sigríður Kristín stundaði nám við Tónlistarskóla Kópavogs 2004 -2005 og lærði söng hjá Önnu Júlíönu Sveinsdóttur.

Hún vígðist til prestsþjónustu þann 15. október árið 2000.

Þá hafði hún verið kölluð til starfa hjá Fríkirkjunni í Hafnarfirði og var sett í embætti þann 22. október sama ár.

Hún var ráðin til starfa sem sóknarprestur í Breiðabólstaðarprestakalli þann 13. júlí árið 2020.

Síðan var hún ráðin til starfa í afleysingu prests í Fossvogsprestakalli frá 1. ágúst árið 2024.

Hún hefur komið að starfi Sorgarmiðstöðvar í Lífsgæðasetri St. Jó., haldið fyrirlestra og leitt hópastarf vegna ótímabærs makamissis, systkinamissis og missis á meðgöngu.

Einnig hefur hún verið með fræðsluerindi fyrir börn bæði hjá Ljónshjarta og í Sorgarmiðstöðinni.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

vigfús á vefsíðu.jpg - mynd

Andlát

27. feb. 2025
Séra Vigfús Þór Árnason er látinn.
Fulltrúar á samráðshelgi kirkjunnar á Norðurlöndum

Spennandi starf sóknarprests í Noregi

24. feb. 2025
...umsóknarfrestur framlengdur
Sr. Steinunn Anna

Sr. Steinunn Anna ráðin

22. feb. 2025
...prestur við Seljakirkju