Kirkjuþing kemur saman í Neskirkju

15. mars 2025

Kirkjuþing kemur saman í Neskirkju

Kirkjuþing kom saman í Neskirkju í gær, föstudag 14. mars og stendur þingið fram til sunnudagsins 16. mars. Um seinni lotu 66. kirkjuþings 2024-2025 er að ræða. 

Kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing setur reglur fyrir kirkjuna, ályktar um hin ýmsu mál og mótar stefnur. Á kirkjuþingi sitja 29 þingfulltrúar kosnir til fjögurra ára. Leikmenn á kirkjuþingi eru 17 talsins og vígðir þjónar 12. Forseti kirkjuþings er kosinn til fjögurra ára úr röðum leikmanna á fyrsta kirkjuþingsfundi eftir kjör. Drífa Hjartardóttir er forseti Kirkjuþings.

Hægt er að fylgjast með málum sem eru til umræðu á Kirkjuþingi með því að smella hér.  

    Sr. Jón Ómar

    Sr. Jón Ómar ráðinn

    16. apr. 2025
    ...prestur við Neskirkju
    Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir

    Sr. Guðbjörg valin prófastur

    08. apr. 2025
    ...í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
    Sr. Lilja Kristín

    Sr. Lilja Kristín ráðin

    07. apr. 2025
    ...við Íslenska söfnuðinn í Noregi