Kirkjuþing kemur saman í Neskirkju

15. mars 2025

Kirkjuþing kemur saman í Neskirkju

Kirkjuþing kom saman í Neskirkju í gær, föstudag 14. mars og stendur þingið fram til sunnudagsins 16. mars. Um seinni lotu 66. kirkjuþings 2024-2025 er að ræða. 

Kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing setur reglur fyrir kirkjuna, ályktar um hin ýmsu mál og mótar stefnur. Á kirkjuþingi sitja 29 þingfulltrúar kosnir til fjögurra ára. Leikmenn á kirkjuþingi eru 17 talsins og vígðir þjónar 12. Forseti kirkjuþings er kosinn til fjögurra ára úr röðum leikmanna á fyrsta kirkjuþingsfundi eftir kjör. Drífa Hjartardóttir er forseti Kirkjuþings.

Hægt er að fylgjast með málum sem eru til umræðu á Kirkjuþingi með því að smella hér.  

    Logo.jpg - mynd

    Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

    06. maí 2025
    Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
    Sr. Karen Hjartardóttir

    Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

    05. maí 2025
    ...í Setbergsprestakall
    Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

    Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

    01. maí 2025
    Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.