Kirkjuþing kemur saman í Neskirkju

15. mars 2025

Kirkjuþing kemur saman í Neskirkju

Kirkjuþing kom saman í Neskirkju í gær, föstudag 14. mars og stendur þingið fram til sunnudagsins 16. mars. Um seinni lotu 66. kirkjuþings 2024-2025 er að ræða. 

Kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing setur reglur fyrir kirkjuna, ályktar um hin ýmsu mál og mótar stefnur. Á kirkjuþingi sitja 29 þingfulltrúar kosnir til fjögurra ára. Leikmenn á kirkjuþingi eru 17 talsins og vígðir þjónar 12. Forseti kirkjuþings er kosinn til fjögurra ára úr röðum leikmanna á fyrsta kirkjuþingsfundi eftir kjör. Drífa Hjartardóttir er forseti Kirkjuþings.

Hægt er að fylgjast með málum sem eru til umræðu á Kirkjuþingi með því að smella hér.  

    Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

    Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

    25. ágú. 2025
    ...tveir prestar og einn djákni vígður
    Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

    Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

    21. ágú. 2025
    ...í Dómkirkjunni í Reykjavík
    Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

    Afar vel sótt Hólahátíð

    18. ágú. 2025
    ...forseti Íslands flutti Hólaræðuna