Kirkjuþing kemur saman í Neskirkju

15. mars 2025

Kirkjuþing kemur saman í Neskirkju

Kirkjuþing kom saman í Neskirkju í gær, föstudag 14. mars og stendur þingið fram til sunnudagsins 16. mars. Um seinni lotu 66. kirkjuþings 2024-2025 er að ræða. 

Kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing setur reglur fyrir kirkjuna, ályktar um hin ýmsu mál og mótar stefnur. Á kirkjuþingi sitja 29 þingfulltrúar kosnir til fjögurra ára. Leikmenn á kirkjuþingi eru 17 talsins og vígðir þjónar 12. Forseti kirkjuþings er kosinn til fjögurra ára úr röðum leikmanna á fyrsta kirkjuþingsfundi eftir kjör. Drífa Hjartardóttir er forseti Kirkjuþings.

Hægt er að fylgjast með málum sem eru til umræðu á Kirkjuþingi með því að smella hér.  

    Mari_a A_g.jpg - mynd

    Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

    15. okt. 2025
    María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
    image0.jpg - mynd

    Hilda María ráðin

    10. okt. 2025
    Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
    b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

    Samstaða og samhugur með Úkraínu

    10. okt. 2025
    Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.