Laust starf
.jpg?proc=NewsImage)
Dómkirkjan í Reykjavík hefur verið vettvangur mikilvægra atburða í lífi íslensku þjóðarinnar, einstaklinga, fjölskyldna og samfélags.
Við þingsetningar ganga alþingismenn til Dómkirkjunnar og hlýða á guðsþjónustu og eins við embættistöku forseta Íslands.
Dómkirkjan er kirkja biskups Íslands, sem vinnur þar mörg embættisverk sín og jafnframt er Dómkirkjan sóknarkirkja, áður fyrr allra Reykvíkinga en nú gamla Vesturbæjarins og næstu hverfa til austurs.
Starfssvið organista:
Hljóðfæraleikur og kórstjórn við messur og annað helgihald, bæði safnaðarins og biskups, þ.m.t. prestsvígslur.
Umsjón með kórastarfi Dómkirkjunnar.
Stuðningur við annað safnaðarstarf Dómkirkjunnar.
Hæfniskröfur:
Að lágmarki kantorspróf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar, en háskólapróf í kirkjutónlist er æskilegt.
Reynsla af flutningi tónlistar við helgihald.
Góð reynsla af kórstjórn.
Fagleg framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum.
Umsóknarfrestur er til 16. apríl 2025.
Staðan er veitt frá 1. júlí 2025 eða eftir samkomulagi.
Um er að ræða fullt starf.
Launakjör eru skv. kjarasamningi Félags íslenskra organista (FÍÓ Organistadeildar FÍH) og launanefndar Þjóðkirkjunnar.
Umsóknir skal senda rafrænt til eg@egillarnason.is og sveinn@domkirkjan.is
Með umsókn þarf að skila:
Ferilskrá - Prófskírteini - Meðmælum.
Frekari upplýsingar um starfið veita Einar S. Gottskálksson formaður sóknarnefndar í síma 821 1400, eg@egillarnason.is og Sveinn Valgeirsson sóknarprestur í síma 862 5467, sveinn@domkirkjan.is
slg