Laust starf

Biskup Íslands óskar eftir presti til þjónustu í Nesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Miðað er við að viðkomandi getið hafið störf 1. ágúst 2025.
Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings um ráðningu í prestsstörf nr. 17/2021-2022 og starfsreglna um presta nr. 6/2023-2024.
Með umsókn sinni staðfesta umsækjendur að þeir hafi átt þess kost að kynna sér þessar reglur.
Nesprestakall er ein sókn, Nessókn sem nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness.
Íbúar í sókninni eru um 11 þúsund og er Nesprestakall meðal fjölmennustu prestakalla landsins.
Neskirkja var vígð á pálmasunnudag árið 1957 og var safnaðarheimili kirkjunnar tekið í notkun árið 2004.
Vísað er til þarfagreiningar fyrir prestakallið varðandi frekari upplýsingar um starfið og starfsumhverfið.
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna og önnur kirkjuleg stjórnvöld.
Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8. gr. framangreindra starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.
Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjenda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.
Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.
Valnefnd áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 13. gr. framangreindra starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.
Umsækjendur skulu gera skriflega grein fyrir starfsferli og starfsreynslu og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram.
Umsókn ber að fylgja staðfest afrit af prófskírteini ásamt einkunum, svo og upplýsingar um starfsþjálfun eftir því sem við á.
Einnig skal fylgja staðfesting á annarri menntun og þjálfun sem nýtist í starfi.
Til að umsækjandi teljist hæfur í starfið þarf viðkomandi að hafa lokið mag.theol/cand.theol prófi frá Háskóla Íslands ásamt starfsþjálfun hjá Þjóðkirkjunni.
Umsækjendum ber að skila greinargerð, að hámarki 500 orð, um framtíðarsýn sína og væntingar varðandi þjónustuna.
Þá skulu umsækjendur fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að tilteknum upplýsingum úr sakaskrá um viðkomandi umsækjanda, sbr. 4. gr. starfsreglnanna.
Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni.
Tengil á eyðublaðið er að finna hér.
Um starfið gilda lög um þjóðkirkjuna nr. 77/2021, kjara- og ráðningarsamningar, siðareglur, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar.
Er einkum vísað til starfsreglna um presta.
Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall.
Ofangreind þjónusta er auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hljóti þær samþykki kirkjuþings.
Bryndís Malla Elídóttir, prófastur við ráðningarferli þetta, veitir nánari upplýsingar um umfang og eðli starfsins í síma 892 2901 eða á netfangið bryndis.malla.elidottir@kirkjan.is.
Einnig er hægt að leita nánari upplýsinga, t.d. hvað varðar starfskjör og helstu reglur og skyldur varðandi starfið, hjá Þjóðkirkjunni, s. 528 4000, eða á netfangið jona@kirkjan.is eða ragnhilduras@kirkjan.is.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 2. apríl 2025.
Sækja ber rafrænt um starfið á hér á vefnum og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi ásamt öðrum þeim gögnum er umsækjandi kann að vilja leggja fram.
Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.
Vakin er athygli á því að hafi umsækjandi ekki óskað nafnleyndar verður nafn hans sem umsækjanda um starfið birt á vef kirkjunnar www.kirkjan.is að liðnum umsóknarfresti.
Hér er að finna eyðublað þar sem umsækjendur geta óskað nafnleyndar.
Verði farið fram á almennar prestskosningar er þó ekki hægt að halda nafnleynd.
Þarfagreining
Lýsing á prestakallinu:
Nesprestakall er ein sókn, Nessókn sem nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness.
Íbúar í sókninni eru um 11 þúsund og er Nesprestakall meðal fjölmennustu prestakalla landsins.
Neskirkja var vígð á pálmasunnudag árið 1957 og var safnaðarheimili kirkjunnar tekið í notkun árið 2004.
Tveir prestar hafa lengst af þjónað við prestakallið auk organista og annars starfsfólks.
Umsjónarmaður safnaðarins heldur utan um rekstur, kynningu og tekur þátt í helgihaldi og öðru safnaðarstarfi eftir atvikum.
Stefnuyfirlýsing Neskirkju er:
Mannlífstorg í Vesturbænum.
Hún rammar inn áherslur sóknarnefndar sem felast í því að efla enn frekar fjölbreytni í safnaðarstörfum um leið og ekki er slakað á faglegum kröfum og boðun fagnaðarerindisins.
Nessókn stendur fyrir framsækið frjálslynt safnaðarstarf sem miðar að því að mæta hverri manneskju á jafningjagrunni óháð því hvar hún stendur á sviði trúar eða lífsskoðana.
Með þessi sjónarmið að leiðarljósi hefur starfsemin í sókninni verið fjölbreytt og stuðlað að lifandi og virku samtali um kristna trú á breiðum grunni.
Þátttaka er góð í þeim viðburðum sem sóknin stendur fyrir, hvort heldur það er á sviði helgihalds, fræðslu, fermingarstarfs eða tónlistarstarfs svo eitthvað sé nefnt.
Helgihald:
Messað er með altarisgöngu hvern sunnudag vetrarins kl. 11:00 og alla helgidaga.
Messur eru með klassísku gegorstóni og á hátíðum er tón séra Bjarna Þorsteinssonar flutt.
Á sumrin fer guðsþjónusta fram vikulega í safnaðarheimili eða jafnvel utandyra ef veður leyfir.
Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng og stendur fyrir metnaðarfullu tónlistarstarfi.
Barna- og æskulýðsstarf:
Barnastarf fer fram í tengslum við helgihaldið á sunnudögum en er einnig á virkum dögum.
Æskulýðsstarf fer fram á kvöldin.
Síðastliðinn vetur hefur starfsfólk á vegum KFUM/K tekið þátt í starfinu undir stjórn prests.
Stúlknakór æfir vikulega undir stjórn organista.
Fermingarbörn hafa verið að jafnaði um og yfir 100 talsins.
Sóknin tekur virkan þátt í fermingarfræðslunni og rennur þriðjungur greiðslna fyrir fræðsluna til hennar.
Prestar fá hvor sinn þriðjunginn.
Fræðsla, menningarstarf og annað safnaðarstarf
Nessókn hefur sett sér þá stefnu að stuðla að samtali og fræðslu er varðar þau fjölmörgu svið menningar sem tengjast kirkju og kristni.
Vikulega yfir vetrartímann er boðið upp á fyrirlestra undir yfirskriftinni Krossgötur.
Menningardagskrá fer auk þess fram eftir atvikum á sunnudagskvöldum.
Reglulega eru haldin námskeið og fyrirlestraraðir.
Prjónahópur Neskirkju kemur reglulega saman yfir vetrartímann.
Undanfarin ár hefur stuðningshópur fyrir flóttafólk frá Úkraínu haft aðsetur í kjallara kirkjunnar.
Starf eldri borgara:
Vikulega fer fram helgihald á dagvist aldraðra að Vesturgötu í samstarfi með prestum Dómkirkjunnar.
Sérskyldur prests:
Starfsskyldur og réttindi sóknarprests og prests eru jöfn nema hvað þau atriði varðar, sem hér er sérstaklega getið um og starfsreglur kveða á um.
Prestur ber ábyrgð á öllu æskulýðsstarfi í Nesprestakalli, velur fólk til starfa og skipuleggur starfsemina í samráði við sóknarprest, sóknarnefnd og það starfsfólk sem starfar í umboði hennar.
Prestur þarf að búa yfir ríkum metnaði fyrir barna og æskulýðsstarfi og hafa reynslu af því að starfa með börnum og ungmennum.
Prestur þarf að hafa hæfni á sviði samskipta og jákvæða forystusýn til viðbótar færni til prédikunar, fræðslu, sálgæslu og þátttöku í fjölbreyttu safnaðarstarfi.
slg