Sr. Lilja Kristín ráðin

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu við Íslenska söfnuðinn í Noregi.
Sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið valin í starfið.
Lilja Kristín er fædd þann 4.október árið 1969 í Reykjavík og alin upp á Húsavík.
Foreldrar henner eru Gréta Fjelsteð Kristinsdóttir og Þorsteinn Guðnason.
Lilja Kristín er gift Eiríki Jóni Gunnarssyni.
Eirikur Jón starfar sem rafmangsverkfræðingur við þróunn, framleiðslu og ísetningu rafhlaðna í skip.
Þau eiga tvo syni og eina dóttur, Þorstein Grétar, Helga Snæ og Sigurbjörgu, fædd árin 1994, 1996 og 2001.
Lilja Kristin tók stúdentspróf frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1989.
Þaðan lá leiðin í Guðfræðideild Háskóla Íslands.
Hún lauk embættisprófi með fyrstu einkunn í guðfræði árið 1996.
Í starfsþjálfun þjóðkirkjunnar voru leiðbeinendur hennar sr. Magnús Erlingsson á Ísafirði, sr. Agnes M. Sigurðardóttur í Bolungarvík og sr. Vigfús Þór Árnason í Grafarvogskirkju.
Samhliða náminu starfaði hún í sumarbúðum kirkjunnar að Vestmannsvatni auk fræðslu fermingarbarna í Vídalínskirkju og sunnudagaskóla í Árbæjarkirkju.
Hún vann á móttökudeild geðdeildar ríkisspítalana um nokkurt skeið, auk almennrar aðhlynningar og umönnunar á hjúkrunarheimilinu Eir.
Lilja Kristin var vígð til prestþjónustu í Raufarhafnarprestakalli þann 15. júni árið 1997.
Þar kenndi hún í grunnskólanum og sat í stjórn Rauða krossins og var fulltrúi í félagsþjónustu og barnaverndarnefndar Raufarhafnar og Norðurþingeyinga.
Þann 1. maí árið 2000 var hún skipuð sóknarprestur í Ingjaldshóls og Hellnasókn í Ingjaldshólsprestakalli í Snæfellnes og Dala prófastsdæmi.
Þar starfaði hún einnig við grunnskólann og sat í stjórn Þroskahjálpar á Vesturlandi.
Vorið 2003 hóf Lilja Kristin störf í Breiðholtskirkju í Reykjavíkurprófastdæmi eystra.
Hún sá um skipulagningu og framkvæmd barna og unglingastarfs.
Hún sinnti m.a. afleysingum héraðsprests og sóknarprests Útskálaprestakalls.
Árið 2006 fluttist fjölskyldan til Danmerkur og var Lilja Kristin íslenska söfnuðinum í Kaupmannahöfn innan handar með fræðslu, sunnudagaskóla og guðsþjónustur.
Lilja Kristin fékk sóknarpreststöðu í Noregi árið 2011 í Sogn og fjordande.
Árið 2017 fékk hún tímabundna stöðu fræðslufulltrúa til eins árs hjá íslensku kirkjunni í Noregi.
Þaðan lá leiðin til Nannestad, þar sem hún hefur til þessa starfað sem sóknarprestur ásamt afleysingum í norsku sjómannakirkjunni í San Francisco.
Lilja Kristín hefur að baki víðtæka reynslu af preststarfinu, en að auki hefur hún reynslu af félagsstarfi, skólastarfi og störfum er varða almannatengsl.
Lilja Kristin mun hefja störf hjá Íslensku kirkjunni í Noregi í ágúst mánuði.
slg