Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apríl 2025

Sr. Jón Ómar ráðinn

Sr. Jón Ómar

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu við Nesprestakall í Reykjavík.

Valnefnd hefur valið Jón Ómar Gunnarsson sóknarprest í Breiðholtsprestakalli í starfið.

Jón Ómar er fæddur í Reykjavík þann 15. september árið 1982 og ólst upp í Bandaríkjunum og Breiðholtinu.

Foreldrar eru Gunnar Júlíusson og Sólrún Alda Sigurðardóttir.

Eiginkona Jóns Ómars er Berglind Ólöf Sigurvinsdóttir og eiga þau þrjú börn.

Jón Ómar lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2002.

Hann lauk embættisprófi í guðfræði við Guðfræði og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands árið 2008.

Jón Ómar var vígður til prestþjónustu fyrir KFUM og KFUK og Kristilegu skólahreyfinguna þann 5. október árið 2008.

Hann var í námsleyfi hjá Luther Seminary í St. Paul, Minnesota 2013-2014 og lauk M.th. gráðu þaðan árið 2017.

Jón Ómar þjónaði sem prestur við Glerárkirkju árin 2014-2017, og hefur verið prestur og sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli frá 2017-2025.

Hann býr í Vesturbænum og styður KR af öllu hjarta.

Jón Ómar er í stjórn sumarbúðanna í Vatnaskógi og kjaramálafulltrúi Prestafélags Íslands.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir

Sr. Guðbjörg valin prófastur

08. apr. 2025
...í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Sr. Lilja Kristín

Sr. Lilja Kristín ráðin

07. apr. 2025
...við Íslenska söfnuðinn í Noregi
logo.png - mynd

Laust starf

19. mar. 2025
...prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra