Sr. Gunnbjörg Óladóttir ráðin

23. apríl 2025

Sr. Gunnbjörg Óladóttir ráðin

Sr. Gunnbjörg Óladóttir

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir héraðspresti í Suðurprófastsdæmi með sérstakri þjónustu við Fellsmúlaprestakall.

Sr. Gunnbjörg Óladóttir hefur nú verið ráðin í starfið.

Hún er fædd í Reykjavík þann 26. janúar árið 1964 og ólst upp á Suðurlandi, Selfossi og Grænlandi, en var allan barnaskólaaldurinn í Reykjavík.

Hún er alin upp í stórri fjölskyldu, er dóttir þeirra Óla Ágústssonar og Ástu Jónsdóttur og á ættir að rekja til Fljótshlíðar.

Amma hennar Gunnbjörg var frá Kirkjulæk í Fljótshlíð.

Gunnbjörg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1986, og var au pair í New Haven í Bandaríkjunum í eitt ár fyrir stúdentspróf.

Hún starfaði hjá Samhjálp í 18 ár með hléum, starfaði sem aðstoðardagskrárgerðarmaður hjá RÚV í eitt ár, hjá Listasafni Reykjavíkur í eitt ár, og lauk BA námi í guðfræði og heimspeki árið 1994.

Árið 1998 hélt hún til Edinborgar og lauk þaðan mastersgráðu í hagnýtri guðfræði árið 1999 og stundaði þar rannsóknir næstu þrjú árin, en varð frá að hverfa vegna veikinda.

Á árunum 2006 til 2018 starfaði hún hjá Brimseafood á skrifstofu forstjóra og að þeim tíma loknum færði hún sig til baka í guðfræðina og lauk því sem Háskóli Íslands lagði fyrir til undirbúnings prestsþjónustu, og lauk auk þess starfsþjálfun hjá Sigurði Jónssyni presti í Áskirkju.

Hún vígðist í Dómkirkjunni í Reykjavík árið 2021 til Noregs.

Til stóð að biskup Hamarbiskupsdæmi Solveig Fiske, yrði viðstödd, en Covid kom í veg fyrir það.

Síðustu fjögur ár hefur hún starfað í Noregi sem sóknarprestur í Kvam og Skåbu þar sem eru fjórar sóknir og fimm kirkjur, og síðar í Sel, þriggja sókna umdæmi.

Á báðum svæðum eru um það bil 5500 sóknarbörn.

Aðspurð segir Gunnbjörg að hún hlakki mikið til að láta reyna á sig sem prest á íslenskum vettvangi.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Biskup

Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall
Sr. Hjalti Jón Sverrisson

Sr. Hjalti Jón ráðinn

23. apr. 2025
...fangaprestur þjóðkirkjunnar
477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.