Sr. Gunnbjörg Óladóttir ráðin

23. apríl 2025

Sr. Gunnbjörg Óladóttir ráðin

Sr. Gunnbjörg Óladóttir

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir héraðspresti í Suðurprófastsdæmi með sérstakri þjónustu við Fellsmúlaprestakall.

Sr. Gunnbjörg Óladóttir hefur nú verið ráðin í starfið.

Hún er fædd í Reykjavík þann 26. janúar árið 1964 og ólst upp á Suðurlandi, Selfossi og Grænlandi, en var allan barnaskólaaldurinn í Reykjavík.

Hún er alin upp í stórri fjölskyldu, er dóttir þeirra Óla Ágústssonar og Ástu Jónsdóttur og á ættir að rekja til Fljótshlíðar.

Amma hennar Gunnbjörg var frá Kirkjulæk í Fljótshlíð.

Gunnbjörg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1986, og var au pair í New Haven í Bandaríkjunum í eitt ár fyrir stúdentspróf.

Hún starfaði hjá Samhjálp í 18 ár með hléum, starfaði sem aðstoðardagskrárgerðarmaður hjá RÚV í eitt ár, hjá Listasafni Reykjavíkur í eitt ár, og lauk BA námi í guðfræði og heimspeki árið 1994.

Árið 1998 hélt hún til Edinborgar og lauk þaðan mastersgráðu í hagnýtri guðfræði árið 1999 og stundaði þar rannsóknir næstu þrjú árin, en varð frá að hverfa vegna veikinda.

Á árunum 2006 til 2018 starfaði hún hjá Brimseafood á skrifstofu forstjóra og að þeim tíma loknum færði hún sig til baka í guðfræðina og lauk því sem Háskóli Íslands lagði fyrir til undirbúnings prestsþjónustu, og lauk auk þess starfsþjálfun hjá Sigurði Jónssyni presti í Áskirkju.

Hún vígðist í Dómkirkjunni í Reykjavík árið 2021 til Noregs.

Til stóð að biskup Hamarbiskupsdæmi Solveig Fiske, yrði viðstödd, en Covid kom í veg fyrir það.

Síðustu fjögur ár hefur hún starfað í Noregi sem sóknarprestur í Kvam og Skåbu þar sem eru fjórar sóknir og fimm kirkjur, og síðar í Sel, þriggja sókna umdæmi.

Á báðum svæðum eru um það bil 5500 sóknarbörn.

Aðspurð segir Gunnbjörg að hún hlakki mikið til að láta reyna á sig sem prest á íslenskum vettvangi.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Biskup

5cv2q0voj5my0m0e6flnb.jpg - mynd

Skrifstofa biskups Íslands á Vestfjörðum

23. maí 2025
Skrifstofa biskups Íslands verður á Ísafirði dagana 28. - 31. maí.
biskupafundur 2.jpg - mynd

Yfirlýsing frá biskupafundi Þjóðkirkjunnar

18. maí 2025
„Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru...
Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.