Sr. Hjalti Jón ráðinn

23. apríl 2025

Sr. Hjalti Jón ráðinn

Sr. Hjalti Jón Sverrisson

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti í starf fangaprests þjóðkirkjunnar.

Sr. Hjalti Jón Sverrisson hefur verið ráðinn í stöðuna.

Hann er fæddur í Reykjavík þann 13. júlí árið 1987.

Foreldrar hans eru Ásta María Hjaltadóttir og Sverrir Gestsson.

Maki hans er Eva Björk Kaaber og dóttir hennar er Theodóra Guðrún Kaaber.

Hjalti Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 2007.

Hann lauk embættisprófi í guðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands árið 2018.

Hann var vígður til prestsþjónustu við Laugarneskirkju árið 2018.

Árið 2020 lauk Hjalti Jón viðbótardiplómunámi í sálgæslufræðum við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Hann var ráðinn sjúkrahúsprestur árið 2021 og starfaði á Landspítala til ársins 2024.

Auk þess sinnti hann afleysingu sem prestur í Laugardalsprestakalli veturinn 2023-2024.

Hjalti kom um árabil að starfi Seekers undir handleiðslu sr. Toshiki Toma og hefur í starfi sínu látið sig varða málefni fólks á flótta.

Hann hefur leyst af sem fangaprestur frá því í september 2024.

Hjalti Jón hefur um árabil komið að hópastarfi með syrgjendum á vettvangi Sorgarmiðstöðvar sorgarmidstod.is og Arnarins arnarvaengir.is


slg


  • Flóttafólk

  • Kærleiksþjónusta

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

5cv2q0voj5my0m0e6flnb.jpg - mynd

Skrifstofa biskups Íslands á Vestfjörðum

23. maí 2025
Skrifstofa biskups Íslands verður á Ísafirði dagana 28. - 31. maí.
biskupafundur 2.jpg - mynd

Yfirlýsing frá biskupafundi Þjóðkirkjunnar

18. maí 2025
„Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru...
Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.