Sr. Hjalti Jón ráðinn

23. apríl 2025

Sr. Hjalti Jón ráðinn

Sr. Hjalti Jón Sverrisson

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti í starf fangaprests þjóðkirkjunnar.

Sr. Hjalti Jón Sverrisson hefur verið ráðinn í stöðuna.

Hann er fæddur í Reykjavík þann 13. júlí árið 1987.

Foreldrar hans eru Ásta María Hjaltadóttir og Sverrir Gestsson.

Maki hans er Eva Björk Kaaber og dóttir hennar er Theodóra Guðrún Kaaber.

Hjalti Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 2007.

Hann lauk embættisprófi í guðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands árið 2018.

Hann var vígður til prestsþjónustu við Laugarneskirkju árið 2018.

Árið 2020 lauk Hjalti Jón viðbótardiplómunámi í sálgæslufræðum við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Hann var ráðinn sjúkrahúsprestur árið 2021 og starfaði á Landspítala til ársins 2024.

Auk þess sinnti hann afleysingu sem prestur í Laugardalsprestakalli veturinn 2023-2024.

Hjalti kom um árabil að starfi Seekers undir handleiðslu sr. Toshiki Toma og hefur í starfi sínu látið sig varða málefni fólks á flótta.

Hann hefur leyst af sem fangaprestur frá því í september 2024.

Hjalti Jón hefur um árabil komið að hópastarfi með syrgjendum á vettvangi Sorgarmiðstöðvar sorgarmidstod.is og Arnarins arnarvaengir.is


slg


  • Flóttafólk

  • Kærleiksþjónusta

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.