Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apríl 2025

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már Hannesson hefur verið ráðinn sóknarprestur við Seljasókn í Reykjavík.

Hann er fæddur árið 1990 og upp alinn í Reykjavík.

Foreldrar hans eru þau Hannes Már Sigurðsson og Brynja Jónsdóttir.

Sigurður Már lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2010, stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, en leiðin lá svo í guðfræðideildina.

Árið 2016 stundaði Sigurður Már skiptinám í Kaupmannahöfn, þar sem hann nam guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla.

Hann útskrifaðist síðan með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands vorið 2020.

Hann var vígður til prestsþjónustu hjá Kristilegu skólahreyfingunni í mars árið 2021.

Samhliða starfi sínu sem skólaprestur sinnti hann einnig ýmsum verkefnum fyrir KFUM og KFUK.

Í júní árið 2022 valdi valnefnd Sigurð Má til þess að þjóna við Seljaprestakall.

Haustið 2024 hóf hann að starfa sem sóknarprestur Seljakirkju í afleysingum, en í desember það sama ár fór sóknarnefnd Seljakirkju fram á að Sigurður Már yrði settur í embætti sóknarprests, eftir að sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson sagði starfi sínu lausu.

Eiginkona Sigurðar Más er Heiðdís Haukdal Reynisdóttir, verkefnastjóri í stafrænum kennslumálum hjá Háskóla Íslands.

Þau eiga eina dóttur og aðra á leiðinni.


slg


  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

5cv2q0voj5my0m0e6flnb.jpg - mynd

Skrifstofa biskups Íslands á Vestfjörðum

23. maí 2025
Skrifstofa biskups Íslands verður á Ísafirði dagana 28. - 31. maí.
biskupafundur 2.jpg - mynd

Yfirlýsing frá biskupafundi Þjóðkirkjunnar

18. maí 2025
„Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru...
Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.