Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apríl 2025

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

Presta- og djáknastefna 2025 var sett í Seltjarnarneskirkju í kvöld. Stefnan hófst á prósessíu vígðra þjóna kirkjunnar og messu í Seltjarnarneskirkju. Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, predikaði og setti stefnuna að messu lokinni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ávarpaði jafnframt setningarathöfnina. 

Yfirskrift presta- og djáknastefnu 2025 er sótt í Filipíbréfið. „Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð“. (Fil. 4.4)

Stefnan stendur fram til miðvikudags og eru ýmsar umræður á dagskrá. Má þar helst nefna umræður um nýja Handbók, nýja og uppfærða heimasíðu sem og liti kirkjuársins og hempuna. 

Setningarræðu Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups Íslands má lesa hér í heild sinni.

hh 

    5cv2q0voj5my0m0e6flnb.jpg - mynd

    Skrifstofa biskups Íslands á Vestfjörðum

    23. maí 2025
    Skrifstofa biskups Íslands verður á Ísafirði dagana 28. - 31. maí.
    biskupafundur 2.jpg - mynd

    Yfirlýsing frá biskupafundi Þjóðkirkjunnar

    18. maí 2025
    „Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru...
    Logo.jpg - mynd

    Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

    06. maí 2025
    Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.