Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apríl 2025

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

Presta- og djáknastefna 2025 var sett í Seltjarnarneskirkju í kvöld. Stefnan hófst á prósessíu vígðra þjóna kirkjunnar og messu í Seltjarnarneskirkju. Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, predikaði og setti stefnuna að messu lokinni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ávarpaði jafnframt setningarathöfnina. 

Yfirskrift presta- og djáknastefnu 2025 er sótt í Filipíbréfið. „Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð“. (Fil. 4.4)

Stefnan stendur fram til miðvikudags og eru ýmsar umræður á dagskrá. Má þar helst nefna umræður um nýja Handbók, nýja og uppfærða heimasíðu sem og liti kirkjuársins og hempuna. 

Setningarræðu Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups Íslands má lesa hér í heild sinni.

hh 

    Sr. Sigurður Már

    Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

    23. apr. 2025
    ...við Seljaprestakall
    Sr. Hjalti Jón Sverrisson

    Sr. Hjalti Jón ráðinn

    23. apr. 2025
    ...fangaprestur þjóðkirkjunnar
    Sr. Gunnbjörg Óladóttir

    Sr. Gunnbjörg Óladóttir ráðin

    23. apr. 2025
    ...héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi