Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apríl 2025

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

Presta- og djáknastefna 2025 var sett í Seltjarnarneskirkju í kvöld. Stefnan hófst á prósessíu vígðra þjóna kirkjunnar og messu í Seltjarnarneskirkju. Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, predikaði og setti stefnuna að messu lokinni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ávarpaði jafnframt setningarathöfnina. 

Yfirskrift presta- og djáknastefnu 2025 er sótt í Filipíbréfið. „Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð“. (Fil. 4.4)

Stefnan stendur fram til miðvikudags og eru ýmsar umræður á dagskrá. Má þar helst nefna umræður um nýja Handbók, nýja og uppfærða heimasíðu sem og liti kirkjuársins og hempuna. 

Setningarræðu Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups Íslands má lesa hér í heild sinni.

hh 

    Mari_a A_g.jpg - mynd

    Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

    15. okt. 2025
    María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
    image0.jpg - mynd

    Hilda María ráðin

    10. okt. 2025
    Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
    b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

    Samstaða og samhugur með Úkraínu

    10. okt. 2025
    Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.