Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

6. maí 2025

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

Stjórn KFÚ auglýsir eftir umsóknum um styrki til þeirra verkefna sem sjóðnum er ætlað að sinna samkvæmt skipulagsskrá fyrir sjóðinn nr. 173/2000, sbr. breytingu á þeirri skipulagsskrá nr. 1379/2023. Samkvæmt 4. gr. skipulagsskrárinnar er hlutverk sjóðsins að „styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.“

Umsækjendur skulu gera skilmerkilega grein fyrir verkefni því sem sótt er um styrk til. Umsókn skulu fylgja þau gögn sem tilefni þykir vera til. Umsóknareyðublað er aðgengilegt hér.

Umsóknarfrestur er til 31. maí 2025. Stefnt er að úthlutun fyrri hluta júní mánaðar og verður öllum umsækjendum svarað.

Umsókn skal senda á netfangið kirkjan hjá kirkjan.is. Í titillínu skal rita „Umsókn um styrk í Kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóð kirkjunnar 2025.“

Skipulagsskráin með síðari breytingu er aðgengileg á vef kirkjunnar. 
    garpsdalskirkja2.jpg - mynd

    Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

    05. ágú. 2025
    Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
    Elísa Mjöll Sigurðardóttir

    Elísa Mjöll ráðin

    22. júl. 2025
    ...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
    Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

    Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

    18. júl. 2025
    Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.