Skrifstofa biskups Íslands á Vestfjörðum

23. maí 2025

Skrifstofa biskups Íslands á Vestfjörðum

Skrifstofa Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskups Íslands, flyst til Vestfjarða í næstu viku. Með biskupi í för verða Eva Björk Valdimarsdóttir biskupsritari auk Heimis Hannessonar og Tinnu Miljevic af samskiptasviði Þjóðkirkjunnar.

Opin dagskrá er svohljóðandi:

Á Uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí, prédikar biskup í messu í Ísafjarðarkirkju í tilefni 30 ára afmælis kirkjunnar. Messukaffi verður í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju og boðið upp á samtal við biskup.

Klukkan 17:00 þann 29. maí klárar biskup Íslands ásamt bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar að mála regnbogann á Silfurtorgi.

Á föstudag 30. maí verður biskup með opna viðtalstíma í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju á milli 10:00 og 13:00. Hægt er að bóka fundi á biskup@kirkjan.is .

Nokkra daga á ári flytur biskup Íslands skrifstofu sína í hvern landshluta og er það liður í að efla tengsl innan kirkjunnar og stytta boðleiðir milli kirkjufólks um land allt og biskups. Fyrir áramót fluttu Guðrún og samstarfsfólk hennar skrifstofur sínar austur á Hérað og í nóvember á Hellu á Suðurlandi. Í byrjun árs voru skrifstofur biskups á Norðurlandi. 

Aðspurð segist Guðrún hlakka til heimsóknarinnar vestur. Aðrar heimsóknir hafi lukkast vel og að gott sé að sjá áhugann og þátttöku í umræðum um kirkjuna. Hún eigi ekki von á neinu öðru en framhaldi á því á Ísafirði í næstu viku. 

    garpsdalskirkja2.jpg - mynd

    Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

    05. ágú. 2025
    Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
    Elísa Mjöll Sigurðardóttir

    Elísa Mjöll ráðin

    22. júl. 2025
    ...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
    Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

    Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

    18. júl. 2025
    Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.