Elísa Mjöll ráðin

22. júlí 2025

Elísa Mjöll ráðin

Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir sóknarpresti við Breiðafjarðar og Strandaprestakall.

Valnefnd hefur valið Elísu Mjöll Sigurðardóttur mag. theol. til starfans og biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir hefur staðfest ráðninguna.

Elísa Mjöll og er fædd árið 1998.

Hún er fædd og uppalin á Hólmavík og lauk grunnskólaprófi þaðan.

Hún útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Tröllaskaga árið 2020 og hóf síðan nám við Guðfræði og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands sama ár.

Hún útskrifaðist með mag.theol próf vorið 2025 frá sömu deild.

Elísa Mjöll hefur starfað við Hólmavíkurkirkju frá árinu 2021 og verið með sunnudagaskóla og fermingarstarf.

Jafnframt er hún slökkviliðsmaður í Brunavörnum Dala, Reykhóla og Stranda.

Þá hefur hún tekið ýmis námskeið á vegum Björgunarsveitarinnar Dagrenningu á Hólmavík.

Elísa býr á Hólmavík með manni sínum Berki Vilhjálmssyni og börnunum þeirra tveimur, Ágústi Andra, 10 ára og Ellen Sigurrós 6 ára.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.