Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágúst 2025

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir vígir tvo guðfræðinga til prests næst komandi sunnudag og einn djákna.

Athöfnin fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 11:00 fyrir hádegi.

Vígðar til prests verða Elísa Mjöll Sigurðardóttir mag. theol, sem ráðin hefur verið til sóknarprestsþjónustu við Breiðafjarðar og Strandaprestakall í Vestfjarðaprófastsdæmi og Margrét Rut Valdimarsdóttir mag. theol. sem ráðin hefur verið til héraðsprestsþjónustu í Húnavatns og Skagafjarðarprófastsdæmi með sérstakar skyldur við Skagaströnd.

Eva Lín Traustadóttir verður vígð til starfs djákna við Tjarnaprestakall í Kjalarnesprófastsdæmi.

Allar þrjár útskrifuðust nú í sumar frá Guðrfræði og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

 

slg.


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Vígsla

  • Biskup

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...