Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

Í gær sunnudaginn 24. ágúst vígði biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir tvo guðfræðinga til prests og einn djákna.
Athöfnin fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 11:00 fyrir hádegi og var öll hin hátíðlegasta.
Vígðar til prests voru Elísa Mjöll Sigurðardóttir, sem ráðin hefur verið til sóknarprestsþjónustu við Breiðafjarðar og Strandaprestakall í Vestfjarðaprófastsdæmi og Margrét Rut Valdimarsdóttir, sem ráðin hefur verið til héraðsprestþjónustu í Húnavatns og Skagafjarðarprófastsdæmi með sérstakar skyldur við Skagaströnd.
Til djákna var vígð Eva Lín Traustadóttir við Tjarnaprestakall í Kjalarnesprófastsdæmi.
Allar þrjár útskrifuðust nú í sumar frá Guðfræði og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.
Vígsluvottar voru Vilborg Ólöf Sigurðardóttir djákni í Bessastaðasókn, sr. Magnús Erlingsson prófastur í Vestfjarðarprófastsdæmi, sr. Arnór Bjarki Blomsterberg sóknarprestur í Tjarnaprestakalli, sr. Sunna Dóra Möller héraðsprestur í Reykjavíkurprófastdæmi vestra, sr. Sigríður Gunnarsdóttir prófastur í Húnavatns og Skagafjarðarprófastsdæmi, sr. Sigríður Óladóttir fyrrum sóknarprestur í Breiðarfjarðar og Strandaprestakalli og sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur við Dómkirkjuna í Reykjavík.
slg