Biskup Íslands í Úkraínu

1. október 2025

Biskup Íslands í Úkraínu

Biskup Íslands, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, heimsækir Úkraínu ásamt höfuðbiskupum frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Með biskupi Íslands í för er Eva Björk Valdimarsdóttir biskupsritari.

Gestgjafar norrænu sendinefndarinnar eru Pavlov Shvarts, biskup lútersku kirkjunnar í Úkraínu, Epifaníus, erkibiskup úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar og samstarfsnefnd kristinna trúfélaga í Úkraínu. Markmið ferðarinnar er að styrkja tengsl milli norrænna kirkja og kirkjunnar í Úkraínu og sýna þeim samstöðu. Kirkjurnar í Úkraínu hafa veitt almenningi margþættan og mikilvægan í stuðning frá upphafi innrásarinnar.

Á dagskrá er þverkirkjulegt helgihald, heimsókn til forseta úkraínska þingsins, Ruslan Stefanchuk, fundur með samkirkjulegu ráði kirkna og trúfélaga og fundur með kirkjulegu hjálparsamtökunum ACT Ukraine Forum. Þá mun sendinefndin vera viðstödd minningarathöfn í Bucha þar sem borgara sem féllu fyrstu vikur stríðsins verða minnst.

Sendinefndin heimsækir jafnframt áfallahjálparmiðstöð sem rekin er af kirkjunum og hittir hjálparsamtök kirkjunnar. Fulltrúi Lútherska heimssambandsins mun kynna þau fjölmörgu verkefni sem sambandið stendur að í Úkraínu fyrir sendinefndinni, en Þjóðkirkjan er einn af stofnaðilum Lútherska heimssambandsins.

Biskup Íslands og biskupsritari munu þá jafnframt heimsækja starfsstöð stoðtækjafyrirtækisins Össurar í Úkraínu.

    Mari_a A_g.jpg - mynd

    Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

    15. okt. 2025
    María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
    image0.jpg - mynd

    Hilda María ráðin

    10. okt. 2025
    Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
    b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

    Samstaða og samhugur með Úkraínu

    10. okt. 2025
    Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.