Útskýringar

 

 

Skammstafanir

T Höfundur texta L Höfundur lags

Sk ý ringar

Hljómanöfn

Hér fyrir neðan eru hljómanöfn þýdd og útskýrð. Vinstra megin eru hljómanöfnin eins og þau eru skráð við sálmana skv. enskri hefð (t.d. B og B¨). Hægra megin eru skýringarnar skv. íslenskri málhefð (skandinavískri/þýskri). Það fer eftir stíl sálmalaga hversu marga

R Höfundur raddsetningar

S Söfnuður eða Svar P Prestur

F Forsöngvari

 

Heimildir

Vulpius 1609 (og sambærilegar heimildir)

Eitt nafn/staðarheiti og ártal í heimildum merkir útgefið handrit eða bók, ártalið er útgáfuárið.

 

Melchior Vulpius 1609 (og sambærilegar heimildir)

Eiginnafn og kenninafn ásamt ártali í heimildum merkir höfund texta eða lags. Ef engin komma er á eftir nafni höfundar og á undan ártali er talið að lag eða texti sé samið það ár sem getið er. Ef komma er höfð á eftir nafni höfundar merkir ártalið elstu útgáfu sem vitað er um.

Dæmi: Sigvaldi Kaldalóns 1926 [lagið er samið árið 1926] Sigvaldi Kaldalóns, 1944 [lagið er fyrst útgefið árið 1944]

 

Orgelpípa

Ef orgelpípumerki er við sálm merkir það að hljómsetning sálmsins er byggð á raddsetningu hans. Með Sálmabók íslensku

kirkjunnar 2022 er Ný sálmasöngsbók gefin út rafrænt þar sem finna má radd- og hljómsetningar fyrir hvern sálm í bókinni. Allar nánari upplýsingar um þetta efni er að finna á vefnum salmabok.is.

 

Yfirskrift og heiti

Yfirskrift sálms er fyrsta lína fyrsta erindis (nema í nr. 346–348 og í lessálmum). Heiti sálms kemur fram neðanmáls ef við á.

tóna í hljómum fer vel á að spila eða sleppa. Þetta á t.d. við um forn sálmalög sem oftast eru sungin án undirleiks og eru hljómsetningar þeirra hugsaðar til stuðnings. Sé tónum sleppt gildir almennt að oft má sleppa 5-und og í sjöundarhljómum jafnvel 3-und.

 

B B-dúr þríhljómur, H-dúr skv. þýskri hefð. B¨ Bes-dúr þríhljómur, B-dúr skv. þýskri hefð. G G-dúr þríhljómur; g-h-d.

G‹ G-moll þríhljómur; g-b-d.

G5 Tónbilið g–d (5-und), engin 3-und.

G6 G-dúr þríhljómur að viðbættri stórri 6-und. Tónninn e bætist við þríhljóminn; g-h-d-e.

G‹6 G-moll þríhljómur að viðbættri stórri 6-und. Tónninn e bæt- ist við þríhljóminn en 5-und er stundum sleppt; g-b-d-e.

G7 G-dúr hljómur með lítilli 7-und; g-h-d-f.

G‹7 G-moll hljómur með lítilli 7-und; g-b-d-f.

G7(b9) G-dúr hljómur með lítilli 7-und og lítilli 9-und; g-h-d-f-as. G9 G-dúr hljómur með lítilli 7-und og stórri 9-und; g-h-d-f-a. G‹9 G-moll hljómur með lítilli 7-und og stórri 9-und; g-b-d-f-a. G‹ƒ‰7 G-dúr hljómur með stórri 7-und; g-h-d-fís.

G‹Œ„Š7 G-moll hljómur með stórri 7-und; g-b-d-fís.

Gƒ‡‡Ù G-dúr hljómur að viðbættri stórri 2-und; g-a-h-d.

Gƒ‡‡ß G-dúr hljómur að viðbættri stórri 9-und (7-und ekki leikin með); g-h-d-a.

Gº Minnkaður þríhljómur, dimhljómur, sem samanstendur af litlum 3-undum; g-b-des.

Gº7 Minnkaður ferhljómur, dimhljómur, sem samanstendur af litlum 3-undum; g-b-des-fes (e).

Gº/B¨ Minnkaður þríhljómur með 3-und í bassa (í 1. hljóm- hvörfum); b-des-g (b tvöfaldað í bassa). Oftast staðgengill forhljóms (hér E¨7 án grunntóns) í klassískri hljómfræði.

G7(b5) G-dúr hljómur með lítilli 7-und og minnkaðri 5-und; g-h- des-f (sjá nr. 721).

G‹7(b5) Hálfminnkaður hljómur, G-moll með lítilli 7-und og minnkaðri 5-und; g-b-des-f.

G& G-dúr þríhljómur þar sem 5-undin er stækkuð; g-h-dís.

G/D G-dúr þríhljómur með tóninn d í bassa. G‹/D G-moll þríhljómur með tóninn d í bassa. G¸Û G-hljómur með 4-und í stað 3-undar; g-c-d.

G7¸Û G-hljómur með 4-und í stað 3-undar og lítilli 7-und; g-c-d-f.

G¸Ù G-hljómur með 2-und en án 3-undar; g-a-d.

G¸Ù/B G-hljómur með 2-und og án 3-undar en með h í bassa; t.d. tónarnir h og a í vinstri hendi, og d og g í hægri. Einnig skrifaður Gƒ‡‡ß/B eða Bm7(#5).

C7¸Ù C-hljómur með lítilli 7-und og stórri 2-und, án 3-undar; c-d-g-b (sjá nr. 299).

B¨9¸Û Bes-hljómur með lítilli 7-und, stórri 9-und og 4-und, án 3-undar; b-es-f-as-c (sjá nr. 239a).

A¸Û(b9) A-hljómur með 4-und í stað 3-undar og viðbættri lítilli 9-und; a-b-d-e (sjá nr. 73a).

E¨7(#11) Es-dúr hljómur með lítilli 7-und og stækkaðri 11-und; es-g- b-des-a eða es-des-g-a (sjá nr. 73a).

B(b9) B-dúr hljómur með lítilli 9-und; h-dís-fís-c (sjá nr. 501).

B(b9)/D© B-dúr hljómur með lítilli 9-und; h-dís-fís-c og dís í bassa (sjá nr. 791).

E(#9) E-dúr hljómur með stækkaðri 9-und; e-gís-h-físís (g) (sjá nr. 729b).

G(#4) G-hljómur með stækkaðri ferund; g-cís-h (sjá nr. 373b). E13 E-dúr hljómur með lítilli 7-und og 13-und (þ.e. 6-und í 2. áttund); e-gís-h-d-(fís-a)-cís (sjá nr. 272a).

B‹b2 B-moll þríhljómur með lítilli 2-und; h-c-d-fís (sjá nr. 477).

G‹(b6) G-moll hljómur með lítilli 6-und; g-b-d-es (sjá nr. 540).

D¨‹ƒ‰7(#4) D¨-hljómur með stækkaðri ferund; des-(f)-g-as-c (sjá nr.

697).

D[“Ê] D-hljómur; d-e-g-a (án 3-undar) (sjá nr. 493).

C‹'2 C-moll þríhljómur með stórri 2-und; c-d-es-g (sjá nr. 427).

A‹'4 A-moll þríhljómur með 4-und; a-c-d-e (sjá nr. 503).

C‹'9 C-moll þríhljómur með stórri 9-und; c-es-g-d (sjá nr. 112a).

C‹6('9) C-moll hljómur með stórri 6-und og stórri 9-und; c-es-g-a-d (sjá nr. 477).

[C] Notað þar sem öll erindi sálmalags í moll enda á mollhljómi nema í síðasta erindi og er dúrhljómur þá valkvæður endir.

µ Enginn hljómur (no chord).

 

Önnur tákn í nótnamyndum

D.C. Endurtaka frá upphafi lags.

D.C. al Fine Endurtaka frá upphafi lags og enda við Fine. Fine Endir.

D.S. Dal segno, endurtaka frá segno-tákninu (sjá skýringu að neðan).

D.S. al Coda Endurtaka frá segno-tákninu, leika út að fyrra coda- merkinu og stökkva þaðan að seinna coda-merkinu (og leika til enda).

$ Tákn fyrir Segno, markar stað sem endurtekið er frá (sjá

skýringar að ofan).

Ø Tákn fyrir Coda eða lokakafla. Eftir endurtekningu (eða í síðasta skipti) skal hlaupa yfir kafla sem rammaður er

 

Hak Skáhak Hálfstrik

 

inn af tveimur svona táknum. Seinna táknið sýnir hvar lokakaflinn byrjar. Einnig notað með fyrirmælunum D.S. al Coda (sjá skýringu að ofan).

 

Hak Hök eru notuð sums staðar þar sem fermötur voru áður eða eru til staðar í raddsetningum. Einnig þar sem hefð er fyrir því að staldra við (þó smekksatriði hverju sinni). Þau eru ekki notuð til að afmarka hendingar.

Skáhak Öndunarmerki í fornum sálmalögum. Hálfstrik Hendingamörk (nema í nr. 559).

Ped. Liggjandi tónn í pedal-bassa.

unis. Einradda.

con rep. Með endurtekningu. senza rep. Án endurtekningar.