Útgáfa

Nótnaskrá

Gegnum árin hefa hlaðist upp bunkar af nótnablöðum hjá Embætti söngmálastjóra og Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Um er að ræða handrit, útgefnar nótur, afritaðar nótur og svo mætti lengi telja. Mikið af þessu hefur verið skráð á einfaldan hátt til að hægt sé að leita eftir höfundi lags eða texta eða titli tónverks. Þið getið nú nálgast þennan lista hér í pdf-formi. Þetta er endalaus listi, enda vel á fimmtaþúsund færslur, en hægt er að leita í skjalinu. Ýtið á control -F (eða slaufa-F) á lyklaborðinu og þá á að koma upp leitargluggi.

Nótnalisti

Bækur og hefti útgefin af embætti Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar

1974 1 Til minningar um dr. Róbert A. Ottósson
söngmálastjóra – Messa ( 14 bls. )
Gefin út samhljóða messu sem flutt var í Skálholti árið 1973
undir stjórn dr. Róberts.

1976 2 Messa ( 39 bls. )
Leiðbeiningar í orgelleik, dæmi un uppsetningu klassískrar
messu. Einföld uppsetning á guðsþjónustu með “Sigfúsartóni”.

1977 3 Messa ( 29 bls. )
Til grundvallar liggur messa Taizé – safnaðar í Frakklandi eftir
J. Gelineau. Messa byggð á drögum að handbók sem kom út síðar.
( 26 bls. )

1979 4 Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar ( 28 bls.)
Hátíðasöngvarnir endurútgefnir.

1979 5 Ferð íslenskra organista til Leipzig og Vínarborgar
Fræðsluhefti, gefið út vegna ferðarinnar.

1979 6 Kóræfingin ( 40 bls. )
Kóræfingin eftir Carl Eberhardt. Bókinni fylgir sérprentað hefti með
söngæfingum, einnig fylgja hljóðsnældur sem Guðrún Tómasdóttir
söngkona hefur stuðst við á organistanámskeiðum.

1980 7 Orgel – og harmóníum námskrá ( 60 bls.)
Unnin af Hauki Guðlaugssyni, Jakobi Tryggvasyni
og Marteini H. Friðrikssyni.

1980 8 Tólf kórlög ( 12 bls.)
Í tilefni þess að þúsund ár voru liðin frá upphafi kristniboðs
á Íslandi (981 – 1981).

1982 9 Sálmalög og pedalæfingar ( 15 bls.)
Sálmalög og pedalæfingar ásamt leiðbeiningum í pedalspili. Bókin er
byggð á aðferðum Fernandos Germani í pedalspili.

1982 10 Sálmalög – raddkennsla
Sálmalög gefin út á hljóðsnældum af Kirkjukórasambandi Íslands til
raddkennslu. Sungið af nokkrum félögum úr Kirkjukór Akraness
undir stjórn Söngmálastjóra.

1982 11 Kennslubók í kórstjórn ( 88 bls.)
Kennslubók í kórstjórn eftir Niels Möller, þýðandi Glúmur Gylfason.
Verulegur skortur var á bókum á íslensku um sama efni þannig að bætt
var úr brýnni þörf.

1984 12 Mattheusarpassían ( 62 bls.)
Mattheusarpassía eftir J. S. Bach. Gefin út með íslenskum texta
Þorsteins Valdimarssonar í tilefni þess að 300 ár voru liðin
(21. mars 1985) frá fæðingu tónskáldsins.

1985 13 Um Johann Sebastian Bach ( 128 bls.)
Líf hans, list og listaverk eftir J. N Forkel í þýðingu Árna
Kristjánssonar píanóleikara. (Kirkjutónlistarsaga).

1986 14 60 sálmalög ( 71 bls.)
60 sálmalög í lækkaðri tónhæð til safnaðarsöngs. Hvatning til aukins
safnaðarsöngs og til að auðvelda organistum að lækka sálmalög.

1989 15 Fimm hefti fyrir barnakóra:
/ 1. Til mín skal börnin bera ( 50 bls.)
/ 2. Áfram Kristmenn, krossmenn ( 16 bls.)
/ 3. Dauðinn dó en lífið lifir ( 58 bls.)
/ 4. Syngið, leikið, lofið Drottinn
/ 5. Skaparinn stjarna ( 28 bls.)

Valið og gefið út af Glúmi Gylfasyni, þá Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar

í ársleyfi Hauks Guðlaugssonar.

1991 16 Organistaferð til Parísar, Caprí og Rómar 6. – 23. júní 1991
Gefið var út hefti með ýmsum kórverkum og ennfremur
upplýsingarit sem notað var í ferð íslenskra organista til
Parísar, Caprí og Rómar.
Í sambandi við ferð organistanna voru gefnar út Tvær myndbandsspólur
með efni úr ferðinni.

1992 17 Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar
Íslenskur hátíðasöngur, sr. Bjarna Þorsteinssonar, endurútgáfa.( 28
bls.)

1992 18 Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar
/ 1 Hátíðasöngur sr. Bjarna Þorsteinssonar lækkaðir um heiltón.( 51
bls.) / 2 Hátíðasöngur sr. Bjarna Þorsteinssonar lækkaðir um hálftón.(
51 bls.)

1993 19 Forspil ( 12 bls.) Endurútgefin Forspil fyrir orgel eða
harmóníum – op. 3
eftir dr. Pál Ísólfsson.

1994 20 John W. Schaum – Kennslubók í píanóleik
Kennslubók í píanóleik eftir John W. Schaum fyrir byrjendur (þýdd á
íslensku af Jóni Óskari). Bókin er einkum ætluð kórfélögum til að ná
á auðveldari hátt einhverri þekkingu í nótnalestri og leik á
hljóðfæri.
( 43 bls.)

1994 21 Hljómrænar leik- og lífsreglur ( 8 bls.)
Hljómrænar leik- og lífsreglur eftir Robert Schumann í þýðingu
Árna Kristjánssonar (leiðbeiningar til ýmissa tónlistarmanna).

1994 22 Sjö orgellög ( 24 bls.)
Sjö orgellög með leiðbeiningum í pedalspili, unnar af Hauki
Guðlaugssyni.

1994 23 Orgelbüchlein ( 68 bls.)
Orgelbüchlein eftir J. S. Bach, gefið út sem lausblaðaútgáfa með
fótsetningu Maestro Fernando Germanis og fingrasetningu Marcél Dupré.

1994 24 Skrá yfir alþýðulög ( 67 bls.)
Tekið saman af Baldri Símonarsyni og Þorsteini Þorsteinssyni. Ætluð
organistum til hagræðingar við að finna ýmis þau lög sem beðið er um,
svo sem við athafnir.

1995 25 Harmóníum ( 30 bls.)
Fáeinar bendingar um gerð þeirra og meðferð eftir Elías Bjarnason.
Ennfremur “Orgel, hagkvæm hjálpartæki við músíkiðkanir”.

1995 26 Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar Hver athöfn í sér
hefti. Fyrir organista, presta og kórfélaga.
/ 1.Aðfangadagskvöld jóla aftansöngur ( 13 bls. ),
/ 2 Messa á jólum (15 bls. ),
/ 3 Gamlárskvöld aftansöngur ( 13 bls. ),
/ 4 Messa á nýársdag ( 15 bls. ),
/ 5 Messa á páskum ( 16 bls. ),
/ 6 Messa á hvítasunnu ( 15 bls. ),
/ 7 Messa utan hátíða ( 17 bls. ),
/ 8 Litanían ogbæn við útför ( 12 bls. ) og
/ 9 Samfélagið um Guðs borð ( 9 bls.)

1995 27 Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar: Safnaðarhefti Hver
athöfn fyrir sig. Útgáfa í A5 broti.
/ 1 Aðfangadagskvöld jóla – aftansöngur ( 9 bls. ), / 2 Messa á
jólum ( 14 bls. ),
/ 3 Gamlárskvöld – aftansöngur ( 9 bls. ) og
/ 4 Messa á nýársdag ( 14 bls. ).

1995 28 Hátíðasöngvar sr. B Þ: Bók organistans ( 72 bls.) Gefin út í
tengslum við Hátíðasöngva sr. Bjarna Þorsteinssonar,
ætluð organistum þar sem útfærðar eru lækkanir á tóni prestsins.

1996 29 Forspil og eftirspil fyrir orgel eða harmóníum 1. útg
Nokkur orgelverk án pedals sem henta vel við ýmis tækifæri. ( 84 bls.)

1996 30 Helgist þín harpa ( 187 bls.)
Kórbók með kirkjulegum verkum sem spanna allt kirkjuárið.

1997 31 Sól og vor ég syng um, 1. hefti ( 70 bls.)
Kórbók með veraldlegum lögum héðan og þaðan.

1997 32 Gakk í leikinn ( 76 bls.)
Kórhefti með karlakórslögum eftir Schubert og fleiri. Gefið út í
tengslum
við Skálholtsnámskeið Söngmálastjóra 1997.

1997 33 Drottinn er minn hirðir ( 39 bls.)
Kórhefti með kvennakórslögum eftir Schubert, Bach og Brahms. Gefið út

í tengslum við Skálholtsnámskeið Söngmálastjóra 1997.

1975 – 2000 Námskeiðsverkefni
34 Í 23 ár hefur söngmálastjóri efnt til organistanámskeiða. Flest
þeirra voru haldin í Skálholti. Í tengslum við námskeiðin hafa komið út 23 bækur
eða möppur með efni hvers námskeiðs. Í þessum bókum eru kórverk, bæði
kirkjuleg og veraldleg, ýmis konar fræðsluefni, nýr messusöngur,
samleiksverk fyrir orgel og önnur hljóðfæri o.fl. Hver mappa er 100 -
200 síður til jafnaðar (hin síðari ár með tilkomu nótnaskriftar og
tölvutækni hefur verið farið meira út í að hafa efnið í formi bóka).

Merkt númeri og ári: 34/75 til 34/00

1998 35 Helgisöngur ( 22 bls.)
Kórhefti ( sópran sóló, kór og orgel ) eftir F. Mendelssohn.

1998 36 Kom milda vor ( 13 bls.)
Kór úr Árstíðunum eftir J. Haydn.

1998 37 Libera me Domine – úr Requiem ( 14 bls.)
( Einsöngur, kór og orgel ) eftir G. Fauré.

1998 38 Libera me Domine – úr Requiem ( 14 bls.)
( Einsöngur, kór og harmonium ) eftir G. Fauré.

1998 39 Líf og starf – Albert Schweitzer. ( 22 bls.)
Texti úr bók Sigurbjörns Einarssonar, sálmar í raddsetningu J. S.
Bach, vers úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.

1998 40 Kórhefti ( 14 bls.) Með sálmum í lægri tónhæð.
Abert Schweitzer, J. S. Bach, Hallgrímur Pétursson.

1998 41 Pange Lingua ( 10 bls.)
Tunga mín af hjarta hljóði – Latneskur texti
( kórraddir ) eftir Z. Kodály.

1998 42 Tunga mín af hjarta hljóði – Íslenskur texti ( 21 bls.)
( kór og orgel ) eftir Z. Kodály.

1999 43 Fyrir hvern sem fegurð þráir, frjó og eilíf spretta blóm.
Þrjú kórlög. (31. bls.)

1999 44 Vísa mér veg þinn. (75 bls.)
Kirkjuleg kórlög, verkefni kristnihátíða.

2000 45 Orgel og píanó. (37 bls.)
Níu lög fjórhent.

1999-2000 6 Kórbækur vegna Kristnihátíða í
46 / 1 Þingeyjar-,
/ 2 Snæfells og Dala-,
/ 3 Borgarfjarðar-,
/ 4 Kjalarnes-,
/ 5 Árnes- og
/ 6 Skaftafellsprófastsdæmum.

2000 47 Sól og vor ég syng um, 2. hefti ( 90 bls.)
Kórbók með veraldlegum lögum héðan og þaðan.

2000 48 Heyr mig. (34 bls.) Fjórtán lög eftir Inga T. Lárusson.
Kirkjukórasamband Austurlands aðstoðað.

2000 49 Forspil og eftirspil fyrir orgel eða harmóníum 2. útg
Nokkur orgelverk án pedals sem henta vel við ýmis tækifæri. ( 84 bls.)
Gefið út af Hauki Guðlaugssyni

1998 HG1 Kennslubók í organleik 1. hefti – (110 bls.)
Byggð á kennslu F. Germani. (Einnig til á ensku).
Gefin út af Hauki Guðlaugssyni.

1999 HG2 Kennslubók í organleik 2. hefti -
Byggð á kennslu F. Germani. (Einnig til á ensku).
Gefin út af Hauki Guðlaugssyni.

200O Sólskinsvor, bæn, hvatning

2001 Listin að leika á píanó eftir Josef Lhevinne, þýdd af Sr. Gunnari Björnssyni

2001 Sálmalög til safnaðarsöngs

2001 Auðveld orgellög, til æfinga og lestrar af blaði

2001 Íslensk orgelverk