Ártíðardagur Hallgríms Péturssonar. Hallgrímsmessa - 27. október Minningardagur Hallgríms Péturssonar
Ártíðardagur Hallgríms Péturssonar. Hallgrímsmessa - 27. októberMinningardagur Hallgríms Péturssonar
Litur rauður
Vers dagsins:
Hinir vitru munu skína eins og björt himinhvelfing
og þeir sem beina mörgum til réttlætis
verða sem stjörnur um aldur og ævi. (Dan 12.33)
Lexía: Slm 22.23-26, 32
Ég vil vitna um nafn þitt
fyrir bræðrum mínum,
í söfnuðinum vil ég lofa þig.
Þér, sem óttist Drottin, lofið hann,
tignið hann, allir niðjar Jakobs, óttist hann, allir niðjar Ísraels.
Því að hvorki fyrirleit hann hinn hrjáða
né virti að vettugi neyð hans.
Hann huldi ekki auglit sitt fyrir honum
heldur heyrði hróp hans á hjálp.
Frá þér kemur lofsöngur minn í stórum söfnuði,
heit mín vil ég efna frammi fyrir þeim sem óttast Drottin.
Komandi kynslóðum mun sagt verða frá Drottni
og óbornum mun boðað réttlæti hans
því að hann hefur framkvæmt það.
Pistill: 1Kor 2. 6-13
Ég tala speki meðal hinna fullkomnu, þó ekki speki þessarar aldar eða höfðingja þessarar
aldar sem eiga að líða undir lok, heldur tala ég leynda speki Guðs sem hulin hefur verið en
Guð hefur frá eilífð fyrirhugað okkur til dýrðar sinnar. Enginn af höfðingjum þessa heims
þekkti hana. Hefðu þeir þekkt hana hefðu þeir ekki krossfest Drottin dýrðarinnar. En það er
eins og ritað er:
Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki
og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns,
það allt hefur Guð fyrirbúið þeim er hann elska.
En Guð hefur látið anda sinn opinbera okkur hana því að andinn rannsakar allt, jafnvel djúpin
í Guði. Hver veit hvað í manninum býr nema andi mannsins sem í honum er? Eins veit
enginn hvað í Guði býr nema andi Guðs. En við höfum ekki hlotið anda heimsins heldur
andann sem er frá Guði, til þess að við skulum vita hvað Guð hefur gefið okkur. Enda segjum
við það ekki með orðum sem mannlegur vísdómur kennir heldur með orðum sem andi Guðs
kennir og útlistum andleg efni á andlegan hátt
Guðspjall: Jóh 12.20-26
Meðal þeirra sem fóru upp eftir til að biðjast fyrir á hátíðinni voru nokkrir Grikkir. Þeir komu
til Filippusar, sem var frá Betsaídu í Galíleu, báðu hann og sögðu: „Herra, okkur langar að sjá
Jesú.“
Filippus fór og sagði Andrési það og síðan fóru þeir báðir og sögðu Jesú. Jesús svaraði þeim:
„Stundin er komin að dýrð Mannssonarins verði opinber. Sannlega, sannlega segi ég yður: Ef
hveitikornið fellur ekki í jörðina og deyr verður það áfram eitt. En ef það deyr ber það mikinn
ávöxt. Sá sem elskar líf sitt glatar því en sá sem hatar líf sitt í þessum heimi mun varðveita
það til eilífs lífs. Sá sem þjónar mér fylgi mér eftir og hvar sem ég er, þar mun og þjónn
minn vera. Þann sem þjónar mér mun faðirinn heiðra.