11. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Farisei og tollheimtumaður/ Trú og líf
11. sunnudagur eftir þrenningarhátíð
Farisei og tollheimtumaður/ Trú og líf
Vers vikunnar:
„Guð stendur gegn dramblátum en auðmjúkum veitir hann náð.“ (1Pét 5.5b)
Litur: Grænn.
Bæn dagsins / kollektan
Drottinn Guð. Þú þekkir okkur. Þú veist að sjálfsmat okkar er oft brenglað. Ýmist metum við
okkur of hátt, eða of lágt. Sýndu okkur hver við erum í rauninni. Lát okkur standast prófið,
svo að við getum örugg staðið frami fyrir þér. Við biðjum þig, vertu nálægur okkur með frelsi
þitt og frið, er við biðjum og syngjum, hlustum og tölum, fyrir Jesú Krist, bróður okkar og
Drottin.
Þriðja textaröð
Lexía Mal 2. 4-7
(Prestar, takið þetta til ykkar) Þá skuluð þið játa að ég hef skipað ykkur þetta svo að sáttmáli
minn við Leví fengi staðist, segir Drottinn hersveitanna.
Sáttmáli minn var honum líf og heill, hvort tveggja gaf ég honum og guðsótta að auki. Hann
átti að óttast mig og sýna nafni mínu lotningu. Sönn kenning var í munni hans og svik
fundust ekki á vörum hans. Hann fylgdi mér í friði og heils hugar og sneri mörgum frá
syndugu líferni Því að varir prestsins varðveita þekkingu og menn leita lögmálsfræðslu af
munni hans því að hann er boðberi Drottins hersveitanna.
Pistill Róm. 6.12-14
Látið því ekki syndina ríkja í dauðlegum líkama ykkar svo að þið hlýðnist girndum hans.
Ljáið ekki heldur syndinni limi ykkar sem ranglætisvopn. Nei, ljáið heldur Guði sjálf ykkur
lifnuð frá dauðum og limi ykkar sem réttlætisvopn. Synd skal ekki ríkja yfir ykkur þar eð þið
eruð ekki undir lögmálinu heldur undir náðinni.
Guðspjall Mt 23.1-12
Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: „Á stóli Móse sitja fræðimenn og
farísear. Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð
þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum
á herðar en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. Öll sín verk gera þeir til að sýnast
fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana.Ljúft er þeim að skipa
hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, láta heilsa sér á torgum og kallast
meistarar af mönnum. En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara því einn er yðar meistari og
þér öll bræður og systur. Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu því einn er faðir yðar,
sá sem er á himnum. Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga því einn er leiðtogi yðar,
Kristur. Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. Hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur
verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða
Sálmur Sb 571
1. Leitið Guðs ríkis og réttlætis nú,
ríkis Guðs föður á himnum.
Allt annað Guð oss þá gefur í trú.
Hallelú, hallelúja.
2. Þegar þér safnist hér saman á jörð,
sjálfur þá kem ég til yðar.
Bænir ég heyri frá heilagra hjörð.
Hallelú, hallelúja.
3. Ekki af brauðinu einu á storð
eingöngu lifað vér fáum.
Heyra vér þurfum Guðs heilaga orð.
Hallelú, hallelúja.
Matt 6.33, sbr. 18.20; 4.4 Jónas Gíslason