Dagur heilbrigðisþjónustunnar. Haldinn þann sunnudag sem næstur er 18.október sem er Lúkasarmessa
Dagur heilbrigðisþjónustunnar. Haldinn þann sunnudag sem næstur er 18. október sem
er Lúkasarmessa og lestrar þess sunnudags lesnir. Einnig má lesa eftirfarandi
ritningarlestra
Lexía Slm. 63. 2-9 Pistill 1Kor 12.27-31a.Guðspjall Matt.4.23-24
Litur hvítur eða rauður.
Vers.
Margir fylgdu honum og alla læknaði hann. Matt. 12.15b
Bæn dagsins / kollektan
Guð lífsins. Veit kirkju þinni náð og kraft til þess að þjóna þeim sem þjást og líða
og brennandi löngun til yfirvinna neyð og lækna sjúkdóma,
Þess biðjum við í nafni Jesú Krists.
Sálmur 63. 2-9
Drottinn, þú ert minn Guð, þín leita ég.
Sál mína þyrstir eftir þér, hold mitt þráir þig,
í vatnslausu landi, skrælnuðu af þurrki.
Þannig hef ég litast um eftir þér í helgidóminum
til að sjá mátt þinn og dýrð.
Miskunn þín er mætari en lífið.
Varir mínar skulu vegsama þig.
Þannig mun ég lofa þig á meðan ég lifi,
hefja upp hendurnar í þínu nafni.
Því að þú komst mér til hjálpar,
í skugga vængja þinna fagna ég.
Sál mín heldur sér fast við þig,
hægri hönd þín styður mig.
1Kor 12.27-31a.
Þið eruð líkami Krists og limir hans hvert um sig. Guð hefur gefið öllum sitt hlutverk í
kirkjunni: Fyrst hefur hann sett postula, í öðru lagi spámenn, í þriðja lagi kennara, sumum
hefur hann veitt gáfu að gera kraftaverk, lækna, vinna líknarstörf, stjórna og tala
tungum. Geta allir verið postular? Eru allir spámenn? Eru allir kennarar? Eru allir
kraftaverkamenn? Hafa allir hlotið lækningagáfu? Tala allir tungum? Útlista allir
tungutal? Nei! En sækist eftir náðargáfunum, þeim hinum meiri.
Matt.4.23-24
Jesús fór nú um alla Galíleu, kenndi í samkundum þeirra, prédikaði fagnaðarerindið um ríkið
og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi meðal fólksins. Orðstír hans barst um allt Sýrland
og menn færðu til hans alla sem þjáðust af ýmsum sjúkdómum og kvölum, voru haldnir illum
öndum, tunglsjúka menn og lama. Og hann læknaði þá.