14. sunnudagur eftir trinitatis: Þakkláti Samverjinn / Eining í Kristi
14. sunnudagur eftir trinitatis:
Þakkláti Samverjinn / Eining í Kristi
Lofa þú Drottin sála mín og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Sálm. 103,2.
Litur grænn
Bæn dagsins / kollektan
Guð, þú sem ert brunnur og lind náðarinnar. Allt hið góða kemur frá þér og af því gefur þú
okkur ríkulega. Opna þú hjörtu okkar svo að við sjáum og skiljum það og lærum að þakka þér
fyrir gæsku þína og miskunnsemi svo lengi sem við lifum. Fyrir Drottin Jesú Krist, son þinn,
og bróður okkar, sem með þér og heilögum anda lifir og gefur líf að eilífu.Amen.
Þriðja lestraröð
Lexía 1.Kron. 29. 10-14
Þá lofaði Davíð Drottin frammi fyrir öllum söfnuðinum og sagði: „Lofaður sért þú, Drottinn,
Guð föður vors, Ísraels, frá eilífð til eilífðar. Þín er tignin, Drottinn, mátturinn, dýrðin,
vegsemdin og hátignin því að allt er þitt á himni og jörðu. Drottinn, þitt er konungdæmið og
þú ert hafinn yfir allt. Auður og sæmd koma frá þér, þú ríkir yfir öllu. Í hendi þér er máttur og
megin, í hendi þér er vald til að efla og styrkja hvern sem vera skal. Og nú, Guð vor, þökkum
vér þér. Vér lofum þitt dýrlega nafn. En hver er ég og hver er lýður minn, að vér vorum færir
um að gefa slíkar gjafir? Því að allt er frá þér og vér höfum fært þér það sem vér höfum þegið
úr hendi þér.
Pistill 2.Þess.2.13-17
En ætíð hlýt ég að þakka Guði fyrir ykkur, bræður og systur,[ sem Drottinn elskar. Guð
útvaldi ykkur til þess að þið yrðuð frumgróði til hjálpræðis. Guð lét andann helga ykkur og
þið trúið á sannleikann. Til þessa kallaði hann ykkur. Hann lét mig boða ykkur
fagnaðarboðskapinn um að þið skylduð öðlast hlutdeild í dýrð Drottins vors Jesú
Krists. Systkin,[ standið því stöðug og haldið fast við þær postullegu kenningar er ég hef
flutt ykkur munnlega eða með bréfi.
En sjálfur Drottinn vor Jesús Kristur og Guð, faðir vor, sem elskaði oss og gaf oss í náð
eilífa huggun og góða von, huggi hjörtu yðar og styrki í sérhverju góðu verki og orði.
Mark. 1. 29-35
Úr samkundunni fóru þeir rakleitt í hús Símonar og Andrésar og með þeim Jakob og
Jóhannes. Tengdamóðir Símonar lá með sótthita og sögðu þeir Jesú þegar frá henni. Hann
gekk þá að, tók í hönd henni og reisti hana á fætur. Sótthitinn fór úr henni og hún gekk þeim
fyrir beina. Þegar kvöld var komið og sólin sest færðu menn til hans alla þá er sjúkir voru og
haldnir illum öndum og allur bærinn var saman kominn við dyrnar. Jesús læknaði marga er
þjáðust af ýmsum sjúkdómum og rak út marga illa anda en illu öndunum bannaði hann að
tala því að þeir vissu hver hann var. Og árla, löngu fyrir dögun, fór Jesús á fætur og gekk út,
vék burt á óbyggðan stað og baðst þar fyrir.
Sálmur Sb 594
Drottinn minn, að dyrum þínum
dags við lok ég kem að sjá
veika styrk í sorgum sínum,
sjúka líf og heilsu fá.
Fyrr en eldar fyrst af degi
finn ég þig á eyðivegi
bera fram í bæn og trú
bæinn þann er sefur nú.
Má ég Drottin með þér krjúpa
mína skuldir játa þér,
má ég hjá þér höfði drúpa
hjálpar þinnar biðja mér?
Herra, að á hverjum degi
héðan af þér þjóna megi
þar til endar ævin mín,
enn sem gefur mildin þín. (Mt. 14. 23)
Kristján Valur Ingólfsson 1981