Pálmasunnudagur
Vers vikunnar:
„Þannig á Mannssonurinn að verða upp hafinn svo að hann veiti hverjum sem trúir á hann
eilíft líf. “ (Jóh 3.14b-15)
Litur fjólublár
Bæn dagsins / kollektan
Drottinn Jesús Kristur. Fólkið kom á móti þér með fagnaðarópum og hyllti þig. Samt skildi
það þig eftir einan svo að þú yrðir pyntaður og deyddur. Við erum hrædd við dökku hliðarnar
á mannlífinu, hrædd við skuggana, hrædd við möguleika illskunnar í mannfólkinu og í okkur
sjálfum. Gefðu okkur náð til að þekkja okkur sjálf og að sjá hvað í okkur býr. Hjálpa þú
okkur að koma með það allt til þín að þú blessir það og bætir það með kærleika þínum.
Amen.
Þriðja lestraröð
Lexían Sálm 118.25-29
Drottinn, hjálpa þú,
Drottinn, gef þú gengi.
Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins,
frá húsi Drottins blessum vér yður.
Drottinn er Guð, hann lætur oss skína ljós,
fylkið yður með laufgreinum
að hornum altarisins.
Þú ert Guð minn, ég þakka þér,
Guð minn, ég vegsama þig.
Þakkið Drottni því að hann er góður,
því að miskunn hans varir að eilífu.
Pistillinn Heb. 12. 1-3
Fyrst við erum umkringd slíkum fjölda votta léttum þá af okkur allri byrði og viðloðandi synd
og þreytum þolgóð það skeið sem við eigum fram undan. Beinum sjónum okkar til Jesú,
höfundar og fullkomnara trúarinnar. Hann leið með þolinmæði á krossi og mat smán einskis
af því að hann vissi hvaða gleði beið hans og hefur nú sest til hægri handar hástóli
Guðs. Virðið hann fyrir ykkur sem þolað hefur slíkan fjandskap gegn sér af syndurum, til
þess að þið þreytist ekki og látið hugfallast.
Guðspjallið Jóh. 12. 1-16
Sex dögum fyrir páska kom Jesús til Betaníu þar sem Lasarus var, sá er hann vakti frá
dauðum. Þar var honum búinn kvöldverður og Marta gekk um beina en Lasarus var einn
þeirra sem að borði sátu með honum.Þá tók María pund af ómenguðum, dýrum
nardussmyrslum og smurði fætur Jesú og þerraði með hári sínu fætur hans. En húsið fylltist
ilmi smyrslanna. Segir þá Júdas Ískaríot, einn lærisveina hans, sá er mundi svíkja hann: „Hví
voru þessi smyrsl ekki seld fyrir þrjú hundruð denara[ og gefin fátækum?“ Ekki sagði hann
þetta af því að hann léti sér annt um fátæka heldur af því að hann var þjófur. Hann hafði
pyngjuna og tók af því sem í hana var látið. Þá sagði Jesús: „Lát hana í friði. Hún hefur
geymt þetta til greftrunardags míns.Fátæka hafið þið ætíð hjá ykkur en mig hafið þið ekki
ávallt.“
Nú frétti allur fjöldi Gyðinga af því að Jesús væri í Betaníu og þeir komu þangað, ekki aðeins
hans vegna heldur og til að sjá Lasarus sem hann hafði vakið frá dauðum. Þá ákváðu æðstu
prestarnir að taka einnig Lasarus af lífi því vegna hans sneru margir Gyðingar baki við þeim
og fóru að trúa á Jesú.
Degi síðar frétti hinn mikli mannfjöldi, sem kominn var til hátíðarinnar, að Jesús væri að
koma til Jerúsalem. Fólk tók þá pálmagreinar, fór út á móti honum og hrópaði:
„Hósanna!
Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins,
konungur Ísraels!“
Jesús fann ungan asna og settist á bak honum, eins og skrifað er:
Óttast ekki, dóttir Síon.
Konungur þinn kemur
og ríður ösnufola.
Lærisveinar hans skildu þetta ekki í fyrstu en þegar Jesús var dýrlegur orðinn minntust þeir
þess að þetta var ritað um hann og að þeir höfðu gert þetta fyrir hann.
Sálmur Sb 248
Hósíanna, lof og dýrð,
því blessaður er sá,
því blessaður er sá,
sem kemur í nafni Guðs.
Hósíanna, hósíanna,
sönnum syni Ísraels.
Hósíanna, hósíanna,
því blessaður er sá,
því blessaður er sá,
sem kemur í nafni Guðs.
Mt 21.9