Þrenningarhátíð (Trinitatis) – Fyrsti sunnudagur eftir hvítasunnu Hinn þríeini Guð / Guð einn og þrennur
Þrenningarhátíð (Trinitatis) – Fyrsti sunnudagur eftir hvítasunnu
Hinn þríeini Guð / Guð einn og þrennur
Vers: Náðin Drottins Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags anda sé með yður öllum.
2Kor 13.13
Litir hvítur
Bæn dagsins / kollektan
Heilaga þrenning, á þig trúum við, þig tignum við, þig játum við í leyndardómi hátignar
þinnar. Þú ert hinn eini, sanni Guð. Staðfest trúna hjá okkur og öllum börnum þínum.
Varðveit okkur gagnvart öllu því sem ógnar henni. Þér sé lof að eilífu, Faðir, Sonur og
Heilagur Andi. Amen.
Lexía: 1Mós 18.1-5
Abraham sat í tjalddyrum sínum í miðdegishitanum í Mamrelundi er Drottinn birtist honum.
Honum varð litið upp og stóðu þá þrír menn frammi fyrir honum. Er hann sá þá hljóp hann til
móts við þá úr tjalddyrunum, laut til jarðar og mælti:
„Herra minn, hafi ég fundið náð fyrir augum þínum þá gakk ekki fram hjá þjóni þínum.
Mættum við sækja svolítið vatn að þið getið þvegið fætur ykkar og hvílst undir trénu? Ég
ætla að ná í matarbita svo að þið getið styrkt ykkur áður en þið haldið lengra úr því að þið
fóruð um hjá þjóni ykkar.“
Þeir svöruðu: „Gott og vel, gerðu eins og þú hefur sagt.“
Pistill: 2. Kor. 13. 11- 13
Að öðru leyti, bræður mínir og systur,[ verið glöð. Verið fullkomin, áminnið hvert annað,
verið samhuga, lifið saman í friði. Þá mun Guð kærleikans og friðarins vera með
ykkur.Heilsið hvert öðru með heilögum kossi. Allir heilagir biðja að heilsa ykkur.
Náðin Drottins Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags anda sé með yður öllum.
Guðspjall: Matt.11.25-27
Á þeim tíma tók Jesús svo til orða: „Ég vegsama þig, faðir, Drottinn himins og jarðar, að þú
hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum en opinberað það smælingjum. Já, faðir,
svo var þér þóknanlegt.
Allt hefur faðir minn falið mér og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur
föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann.
Sálmur Sb 276
1. Guð, sem gefur lífið,
ég gleðst og tilbið nafn þitt,
öll máttarverk þín vitna um þig.
Drottinn, dýrð sé þér.
2. Kristur, þú sem kemur
og kallar mig til fylgdar,
af hjarta þér ég þjóna vil.
Drottinn, dýrð sé þér.
3. Andinn helgi, hreini,
sem hjálpar mér að trúa,
þú býrð í mér og blessar mig.
Drottinn, dýrð sé þér.
Ólafur Jóhannsson.