Trú.is

Æskulýðsstarf kirkjunnar og menntun umsjónarfólks

Það er á ábyrgð sóknarnefnda og sóknarpresta að sjá til þess að öll þau sem koma að starfi með börnum og unglingum séu vel upplýst um hlutverk sitt, viðkomandi starfsreglur og markmið starfsins. Seint verður mikilvægi góðrar menntunar og þjálfunar á vettvangi barna- og unglingastarfs nægilega oft ítrekað.
Pistill

Verum glöð, hann lifir.

Við megum því alveg vera glöð í Kirkjunni og heiminum þessa daga sem og aðra daga, því lífið er ekki eintóm vandræði eins og við höfum stundum tilfinningu fyrir þegar illa gengur, heldur eru flestir daga góðir og gleðilegir sem betur fer. Dagarnir eru kallaðir gleðidagar vegna þess að við dveljum áfram í skini páskaboðskaparins, hann lifir.
Predikun

Þiggjum og þjónum

Nú eru gleðidagar. Þess vegna gleðjumst við yfir vorinu og komandi sumri. Þess vegna væntum við réttlætis og sanngirni í samfélaginu og þess vegna erum við vissum að gott er í vændum í kirkjunni.
Predikun

Bjóðum nýjan biskup velkominn

Kirkjan er kjölfesta í menningarlífi þjóðarinnar þangað sem fólkið sækir í vaxandi mæli eftir þjónustu og þátttöku í fjölbreyttu starfi og nýtur athafna á stærstu stundum lífsins.
Pistill

Er eitthvað nýtt undir sólinni?

Við leitumst við að fella ekki dóma eða fordóma, ýtum frá okkur fyrirfram gefnum skoðunum. Gjöhygli snýst líka um að veita athygli hinu smáa og hversdagslega.
Predikun

Svo hissa á þessu veseni

Guð er guð sem gerir hið ómögulega og með honum verður ómögulegt líf fullt af gæðum. Hann skorar á okkur að horfast í augu við sig, hlusta á rödd sína og hætta flóttanum. Lífið er vesen og góður Guð er höfundur þess. Þess vegna er okkur óhætt að lifa og deyja.
Predikun

Ný heimsmynd

Þar sem hann var einn inni í herberginu sínu fullur angistar ákvað hann að gera það sem hann hafði ekki gert síðan hann var barn, að biðja til Guðs. Í örvæntingu bað hann einfaldrar og einlægrar bænar: „Guð hjálpaðu mér.“
Predikun

Hvað er trúboð?

Sjúkrahúsprestur þjónar öllum sjúklingum og aðstandendum eftir ósk, óháð trúarlegum bakgrunni þeirra. Og þjónustan sem er veitt er fyrst og fremst sálgæsla og samfylgd en ekki trúboð.
Pistill

Dagur góða hirðisins

Við erum stundum óörugg um okkar stað. Hvað ef ég er ekki kristinn? Hvað ef ég trúi ekki nógu sterkt? Það er eðlilegt að efast um trú sína og missa samband við Guð sinn af og til.
Predikun

Góður hirðir

Við erum nefnilega ekki aðeins kölluð til að krefjast þess af leiðtogum okkar, forseta, biskupi eða stjórnmálamönnum, að þeir séu vammlausir, góðir leiðtogar, heldur erum við sjálf kölluð til að axla ábyrgð.
Predikun

Trúa hverju og fylgja hverjum?

Kristin kirkja á að fylgja Jesú Kristi en ekki öfugt. Þegar stofnun, siður eða kenning hafa forgang er alltaf hætta á Jesús Kristur sé skilinn í ljósi þeirra en ekki öfugt.
Predikun

Trúarbragðafræðsla

Í formála segir að þrálátar ranghugmyndir um trúarbrögð og menningarheildir, hafi leitt í ljós mikilvægi þess að stuðla að umburðarlyndi og jafnræði ásamt trú- og skoðanafrelsi. Þörfin fyrir betri skilning og þekkingu á trúarbrögðum og lífsviðhorfum verði æ ljósari og bent á að trúarbragðafræðsla sé nauðsynlegur þáttur í sérhverri gæðamenntun
Pistill