Trú.is

Í baráttunni

„Ég held að ég tali fyrir munn flestra, að í daglegu lífi hugsum við lítið um óvininn, Satan, og setjum hann ekki í samband við daglegt líf okkar…. Í guðspjalli dagsins segir frá viðbrögðum lærisveinanna. Svo koma þeir blaðskellandi og í skýjunum yfir því sem þeir fengu að upplifa…. Kristin trú gerir ráð fyrir því að Guð sé skapari alls. Þess vegna gerir trúin ekki ráð fyrir, að hið illa hafi jafnt vald og Guð. Illskan er hluti af hinni föllnu veröld og Guð hefur sett illskunni mörk. Þegar Jesús segist hafa séð Satan hrapa af himni sem eldingu, er hann að vísa til þeirra hugmynda, að vald Satans sé ekki meira en eins af föllnu englunum…. Hreykjum okkur ekki upp og treystum ekki eigin kröftum í baráttunni við lesti og hugarangur. Verum frekar auðmjúk og játum þörf okkar. Við vitum að þrátt fyrir ófullkomleika eru í okkur öll þau góðu gildi og dyggðir, sem við eigum að byggja á, þroska og æfa. Gerum það með hjálp Heilags anda í bæn og af auðmýkt. En umfram allt gerum við það með Jesú okkur við hönd.“
Predikun

Hvað verður um mig?

Mörg erum við svo lánsöm að eiga vini eða fjölskyldu að leita til. Fagfólk á sviði virkrar hlustunar, svo sem sálfræðingar og prestar, geta líka ljáð eyra þegar á reynir. Trúað fólk á sér þar að auki ómetanlega hjálp í traustinu til Guðs, að Guð muni endurnýja lífið.
Predikun

Kyrrðarstund á kyndilmessu

Hvar erum við stödd einmitt núna, á kyndilmessu 2021? Hvernig er vetrarforðinn okkar? Höfum við gengið á birgðirnar innra með okkur?
Pistill

Að gefnu tilefni

Það sem ég þekki til get ég fullyrt að biskup Íslands hefur lagt sig í líma við að leysa úr þeim málum á sem farsælastan og bestan máta.
Pistill

Ein stór fjölskylda

Hvað er það dýrmætasta sem við eigum?Svarið er: fjölskyldan. Það er alltaf fjölskyldan… Okkar nánustu… þegar við segjum ,,nánustu” þá erum við ekki að tala um mikinn fjölda… því við hugsum í smáum einingum… EN Guð hugsar STÓRT… Hann lítur á okkur öll sem eina stóra fjölskyldu, við erum börn Guðs og hann vill eiga okkur öll, vill ekki að neinn úr hópnum glatist…
Predikun

Hið sanna ljós

Ljós og myrkur, svart og hvítt eru andstæður sem við notum gjarnan þegar við berum saman gjörólíkt ástand eða hluti. Jesús er hið SANNA ljós… Það skína sem sagt fleiri ljós EN þau eru ekki sönn og elti maður þau getur maður gengið í áttina að myrkrinu… Hið sanna ljós á að upplýsa heiminn… upplýsa hvern mann um Guð og hvernig Jesús frelsar okkur.
Predikun

Jólin marka nýtt upphaf

Á erfiðum tímum er gott að hafa Guð í hjarta sér. Gott að geta átt samverustund með honum, geta beðið til hans, létt af sér áhyggjum og meðtekið hugarró. Guð vill ganga með okkur daglega eins og hann gekk með Adam og Evu í aldingarðinum.
Predikun

Fyrirheit Guðs

Já, hann sagðist koma aftur… Vegna þessa fyrirheitis trúum við á Jesú… Ævintýrin í sögubókinni enda á síðustu blaðsíðu en við eigum að horfa til himins, því þar eigum við eftir að lifa ævintýrið okkar…
Predikun

Hafðu næga olíu á lampanum þínum

Vers vikunnar er úr öðru Korintubréfi og segir: „Því að öllum ber okkur að birtast fyrir dómstóli Krists“ (2Kor 5.10a) Enginn veit hvenær það verður og þess vegna er það svo mikilvægt fyrir hvern og einn að vera viðbúinn og hafa næga olíu á lampanum sínum.
Predikun

Smitandi

Það er nefnilega þannig að hvar sem við erum og hvert sem við förum erum við smitandi. Við smitum út frá okkur því sem innra býr, til góðs og ills.
Pistill

Ljómi dýrðar Guðs

Kannski getum við lært af vitringunum að fyllast gleði yfir nærveru Guðs, yfir ljóma dýrðar Guðs og ímynd veru Guðs í barninu sem fæddist í Betlehem.
Predikun

Í húsi föðurins - í skugga Drottins

Yfir jóladagana skoðum við atburði sem snerta fæðingu og bernsku Jesú. Jesús fæddist í skugga yfirvalds sem sat um líf hans. Jólin eru ekki öll einn lofsöngur og gleði í kirkjunni. Stutt er í myrkrið, ofsóknir og erfiðleika. Öll heimsbyggðin hefur lifað síðast liðið ár í skugga sameiginlegs óvinar, sem er bæði ósýnilegur og skæður. Við lifum í mismunandi skugga. Við höfum það gott Íslendingar. Hjá okkur er trúfrelsi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi. Við höfum tækifæri til þess að taka sömu afstöðu og Jesús tólf ára. Það er mikilvægt að þekkja stöðu sína sem Guðs barn.
Predikun