Trú.is

Andans kraftur og hin hulda persóna

Prestur nokkur var að reyna að útskýra heilagan anda. Honum datt fátt í hug, en í prédikunarstólnum duttu blöðin sem hann hafði skrifað ræðuna á niður í stólinn. Þá datt honum það snjallræði í hug, að um leið og hann beygði sig niður eftir blöðunum, sagði hann: „Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar.“ Og svo beygði hann sig niður og sótti blöðin. Áður en hann reisti sig upp sagði hann: „Og innan skamms mun heimurinn sjá mig aftur.“
Predikun