Trú.is

Heilög þrenning

Í dag er bæði sjómannadagur og þrenningarhátíð. Þar sem líklegt er að þau sem vilja fara til kirkju til að fagna sjómannadeginum muni gera það nær sjó, er hér í Þingvallakirkju meginumhugsunarefni dagsins þrenningarhátíðin og tilefni hennar. Það eru lestrar og sálmar þess dags sem hér hafa hljómað. Ekki viljum við þó alveg horfa fram hjá sjómannadeginum, - því að : Föðurland vort hálft er hafið, eins og segir í sjómannasálmi Jóns Magnússonar.
Predikun

Á sama báti á sama sjó

Fyrr og síðar hefur maðurinn hrifist af sjóferðarsögum. Við þekkjum sögurnar af svaðilförum Sindbaðs sæfara og hrakningum Ódysseifs. Biblían geymir slíkar sögur, nefna má söguna af Jónasi spámanni og raunum hans, og guðspjöllin segja frá lærisveinum Jesú sem hrópa til hans í dauðans angist í stormi og stórsjó, og Postulasagan segir frá sjávarháska Páls. Þessar sögur hrífa af því að ógnir hafsins eru okkur mynd þeirra ógna og regindjúpa sem líf okkar og örlög eru. Eða er það vegna þess að við vitum að við erum öll á sama báti og á sama sjó, umfarendur á óþekktu reginhafi, ofurseld ógnaröflum sem við höfum ekki ráð yfir?
Predikun

Á sjómannadegi

Gleðilega hátíð. Sjómannadagur er hátíðardagur sjómanna, dagur fagnaðar og gleði, en líka minningadagur. Það er dagur samstöðu og fyrirbæna vegna þeirra sem farist hafa á sjó og þeirra sem eiga um sárt að binda. Við söfnumst hér saman í helgidóminum og tjáum virðingu og þökk í auðmýkt gagnvart því hve lífsbjörg íslenskrar þjóðar er enn sem fyrr dýru verði goldin.
Predikun