Trú.is

Set þig ekki í hefðarsæti

Á minningarhátíð um Brynjólf biskup þegar guðspjallið segir: Set þig ekki í hefðarsæti, er vandasamt að standa í predikunarstól úr kirkju Brynjólfs. Það er harla lítil huggun að vita að hann stóð hér ekki sjálfur, því að hann lifði það ekki að sjá þennan stól. En þetta timbur strauk Jón Vídalín, sem næst kemst því að kallast gullinmunnur meðal íslenskra kennimanna.
Predikun

Við höfum verk að vinna!

Kæri söfnuður, hjartanlega til hamingju með þennan mikla dag í lífi Langholtssafnaðar, -þetta er gleðidagur okkar allra sem þykir vænt um þessa kirkju og þennan stað á jörðu og við fögnum honum, - og vonandi fá nú þau sem hér störfuðu fyrrum og farin eru á undan okkur heim til Guðs að gægjast út úr gáttum himnaríkis og sjá hvernig draumar hafa ræst og allt er prýtt og glæst hér í kringum kirkju og safnaðarheimili.
Predikun

Dagur þjónustunnar

„Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi eða ekki?“ spyr Jesús í guðspjalli dagsins. Okkur finnst þessi spurning e.t.v. óþörf. Er ekki sjálfsagt að lækna, ef lækningu verður við komið, burtséð frá því hvaða dagur er? Á dögum Jesú skipti það einmitt höfuðmáli hvaða dagur var. Samkvæmt lögmálinu skyldu allir halda hvíldardaginn heilagan m.a. með því að hvílast frá allri vinnu. Lækning jafngilti vinnu og því taldist lækning á hvíldardegi lögbrot.
Predikun

Hroki / auðmýkt

Hrokinn er í pólitík, á vinnustöðum, á heimilum - í okkur sjálfum. En er auðmýkt möguleg í hörðu samfélagi samkeppninnar? Já, vegna þess að auðmýkt er ekki geðleysi heldur viðmót viskunnar.
Predikun

Það er gáfa að elska Guð

Ég samfagna Stokkseyrarkirkju á stórum degi og góðum og bið Guð að blessa þau öll sem hér hafa unnið að verki og gert þennan áfanga mögulegan, áfanga til að auðga og efla helgiþjónustuna í þessum helgidómi. Það er okkur hjónum mikið gleðiefni að vera hér, svo kær sem Stokkseyrarkirkja er okkur, og þær minningar sem hún geymir. Hið nýja hljóðfæri er helgað minningu dr.Páls Ísólfssonar, en í dag eru 110 ár liðin frá fæðingu hans.
Predikun
Predikun